Starfsmannavelta
Lækjarbrekka lokar – að líkindum til frambúðar
Lækjarbrekka við Bankastræti 2 lokaði 13. apríl s.l. en eigendur þurftu að grípa til þessara aðgerða m.a. vegna Covid-19 ástandsins og vonuðust til að þetta yrði tímabundin lokun.
„Þetta er líklega varanlegt, að minnsta kosti í þessari mynd. Hvort ég eða einhver annar stígur inn í þetta vörumerki síðar er annað mál. En eins og staðan er núna treystum við okkur ekki til að bæta skaðann sem varð bæði af falli WOW air í fyrra og síðan þessum Covid-hryllingi núna. Þetta eru tvö risahögg og við erum ekki fjárfestar. Fórum út í þetta tveir með uppbrettar ermar og þegar svona hamfarir dynja yfir mann þá er þetta bara staðan,“
segir Ívar Þórðarson matreiðslumaður í samtali við DV, en Ívar er annar eigandi Lækjarbrekku, en staðnum hefur nú verið lokað – að líkindum til frambúðar.
Tilkynning á heimasíðu Lækjarbrekku í dag segir:
„Því miður þurfum við á Lækjarbrekku að loka, okkur finnst það sorglegt, erfitt og leiðinlegt að þurfa grípa til þess og langaði að þrauka yfir þessa undarlegu tíma.
Við vonum að það verði tímabundin lokun en það mun koma í ljós á næstu misserum.
Okkur langar að þakka okkar góðu viðskiptavinum og frábæra starfsfólki fyrir ótrúlegan samstöðuvilja og velvild okkar garð.“
Mynd: facebook / Lækjarbrekka

-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag