Keppni
Kokkalandsliðið í góðum gír
Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að fara yfir kaldaborðið hjá nýja kokkalandsliðinu um daginn á Akureyri, ásamt Bjarna Gunnari matreiðslumeistara og dómara.
Þegar við komum í eldhúsið á nýja Icelandair hótelinu voru allir á sínum stöðvum að sinna sínum verkefnum. Einbeitni var mikil og máttu liðsmenn varla vera að því að líta upp.
Gott var að sjá að allt skipulag virtist mjög gott. Áríðandi er að samheldni, góður liðsandi og gleði sé í kokkalandsliðinu og gat ég ekki betur séð en að svo væri. Allir diskarnir og fatið var mjög faglega unnið og vandvirkni mikil.
Alltaf eru einhverjir smá hnökrar á fyrstu æfingunum og hlustuðu liðsmenn með athygli þegar við Bjarni ræddum um hvað mætti betur fara. Það er gott og algjörlega nauðsynlegt að mínu mati að kokkalandsliðið fái reynda dómara og landsliðsmenn til að fara yfir æfingar og deila reynslu sinni.
Við Bjarni vorum sammála um að það þarf ekki miklar áhyggjur að hafa af þessu landsliði undir stjórn Hákonar, Þráins og Viktors ef framhaldið verður á þeim nótum sem við sáum fyrir Norðan.
Óskum við þeim alls hins besta á komandi æfingum og að sjálfsögðu í keppninni sjálfri.
Jakob H. Magnússon
Matreiðslumeistari og dómari.
Mynd: Kristinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt2 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Expert opnar glænýja og endurbætta vefverslun – Þægindi fyrir veitingageirann