Viðtöl, örfréttir & frumraun
Wallpaper mælir með Eiriksson Brasserie
Hið virta hönnunartímaritið Wallpaper frá Englandi birtir skemmtilega umfjöllun á vef sínum um veitingastaðinn Eiriksson Brasserie, sem staðsettur er við Laugaveg 77.
Wallpaper fjallar meðal annars um list, hönnun, skemmtun, tísku, ferðalög um allan heim.
Nú nýlega kom blaðamaður frá tímaritinu og tók út staðinn Eiriksson Brasserie. Hann hefur greinilega verið mjög ánægður með alla umgjörðina og mælir sérstaklega með réttinum túnfiskstartar með límónu og lárperu. Einnig fær einkaherbergið í hvelfingunni sérstaka athygli í umfjölluninni, en herbergið tekur allt að 16 manns í sæti.
Matseðillinn á Eiriksson Brasserie er í evrópskum stíl en með sérstakri áherslu á ítalskri matargerð.
Umfjöllunina er hægt að lesa í heild sinni með því að smella hér.
Mynd: facebook / Eiriksson Brasserie
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa