Frétt
Matarmarkaður Íslands í Hörpu – Helgina 7. – 8. mars
Á Matarmarkaði Íslands í Hörpu koma saman bændur, sjómenn og smáframleiðendur alls staðar að af landinu með fjölbreytta flóru matarhandverks.
Næsti markaður er í Hörpu helgina 7. – 8. mars næstkomandi.
Opunartíminn er frá kl. 11 og til kl. 17 báða daga og er ókeypis inn.
Á markaðnum er einstakt tækifæri fyrir neytendur að versla beint af framleiðandanum, fá upplýsingar beint í æð og fá að vita hvað stendur að baki vörunnar.
Einkunnarorð markaðarins eru uppruni, umhyggja og upplifun. Erfitt er að lýsa stemningunni sem myndast á matarmörkuðum, þar er smakk sögu ríkari. Þá eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að taka börnin með sér og kynna þau fyrir þessari tegund matarmenningar, gefa þeim smakk og segja þeim frá.
Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, sætt, súrt, fljótandi og fast.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni