Vertu memm

Keppni

Kokkalandsliðið – Gull fyrir Chef´s table

Birting:

þann

Kokkalandsliðið - Chef´s table

Stigagjöfin voru kynnt nú fyrir stuttu

Nú rétt í þessu voru stigagjöfin gefin fyrir Chef´s table og fékk íslenska Kokkalandsliðið gull.

Chef´s table fór fram í gær, en það er hluti af Ólympíuleikunum sem haldnir eru í Stuttgart í Þýskalandi dagana 14. til 19. febrúar árið 2020. Alls keppa 32 þjóðir.

Á morgun 17. febrúar verður heita eldhúsið, eða 110 manna keyrslan og hefst maturinn kl. 18:00 á íslenskum tíma, en undirbúningur stendur yfir allan daginn.

Mest er hægt að fá 100 stig og ef lið fær 91 til 100 stig þá fær það gull. Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull. Fyrir 81 til 90 stig fæst silfur og svo þannig koll af kolli.

Heildarstigin verða kynnt síðar í vikunni.

Mynd: Culinary Olympics

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið