Viðtöl, örfréttir & frumraun
Bláuggatúnfiskurinn snýr aftur – Fagfólki er boðið
Það komust færri að en vildu síðast þegar risavaxinn heill bláuggatúnfiskur mætti á veitingastaðinn Sushi Social ásamt japanska kaítaímeistaranum Nobuyuki Tajiri.
Tajiri snýr nú aftur á veitingastaðinn með annan heilan fisk í farteskinu og verður sannkölluð túnfiskveisla á Sushi Social dagana 22. – 26. janúar. Þá daga geta gestir gætt sér á réttum af sérstökum túnfisksmakkseðli eða pantað sér einstaka túnfiskrétti af matseðlinum.
Tajiri er mikils metinn innan veitingabransans um allan heim og er talinn einn fremsti túnfiskskurðarmeistarinn en hann starfar á veitingastaðnum Belfagó í Barcelona. Hann mun skera fiskinn niður eftir öllum kúnstarinnar reglum til að nýta megi fiskinn sem best svo sem flestir gestir Sushi Social geti notið.
Fagfólki boðið
Fagfólki er einnig boðið að vera viðstatt og þiggja veitingar á veitingastaðnum þegar Tajiri sker fiskinn niður en skurðurinn fer fram miðvikudaginn 22. janúar klukkan 17:00.
Frekari upplýsingar um Túnfiskfestival Sushi Social og borðapantanir má finna inni á www.sushisocial.is
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina