Viðtöl, örfréttir & frumraun
Pop up og Masterclass með Inga R Sigurðssyni
Þekkti íslenski barþjóninn Ingi R Sigurðsson heimsækir klakann í boði Apotekisins og Johnnie Walker.
Hann starfaði sem yfirmaður þróunar og rannsókna á einum frægasta kokteilbar heims “The Aviary” í Chicago og spilaði stórt hlutverk við gerð bókarinn the Aviary cocktail book.
Margir kannast við Inga úr þættinum Kokkaflakki í Sjónvarpi Símans.
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/watch/?v=2578189395574304″ width=“700″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Ingi býr í dag í Florida starfar í bæði sem ráðgjafi og á The Ritz Carlton-Sarasota.
Ingi poppar upp á Apotek kitchen + bar næstkomandi fimmtudags og föstudagskvöld ( 17.og 18. Október )
Hann hefur sett saman lista með sex spennandi kokteilum undir íslenskum áhrifum sem allir kokteiláhugfólk ættu að kíkja við og smakka.
Í kokteilunum notast hann við hráefni eins og birki, hvönn, krækiber og hangikjöt.
Kokteilar
Branding Iron
Bulleit Bourbon, birki, Angostura, reykur
Clear Skyr
Ron Zacapa 23 Solera, vanilla, lárviðarlauf, sítróna
Rhubarb Snow
Tanqueray 10, rabbarbari, hindber, Aperol, kardimomma, sítróna
Angelica Thyme
Tanqueray 10, hvönn, blóðberg, límóna
Opal Krækiber
Don Julio Blanco, Opal, krækiber, límóna
Hangikjöt
Johnnie Walker Black Label, kaffi, hangikjöt, demerara-síróp
Nánar á apotek.is
Masterclass
Ingi verður einnig með Masterclass fyrir íslenska barþjóna á Fjallkonunni föstudaginn 18. október frá 15 til 17.
Um fyrirlestur er að ræða þar sem Ingi fyrir yfir m.a. hvernig á að fá hugmyndir af nýjum kokeilum, óáfengir kokteilar bragðefni í klaka og margt fleira.
Frír drykkur í boði, allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Áhugasamir eru beðnir að smella inn skráningu hér.

-
Keppni5 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025