Keppni
Óliver Goði keppir í Norðurlandamóti framreiðslumanna

Sigurður Borgar Ólafsson þjálfari, Óliver Goði Dýrfjörð og Natascha Fischer skipuleggjandi og þjálfari.
Mynd: aðsend
Óliver Goði Dýrfjörð skoraði hæðst í undankeppni í fyrsta inntökuprófi sem haldið hefur verið á Íslandi fyrir Norðurlandamót framreiðslumanna.
Óliver mun keppa fyrir hönd Íslands í Herning 25. febrúar 2020, en þar verður meðal annars keppt í uppdekning á 6 manna borði + service borð og vinnustöð, kampavíns Sabering, blindsmakki á léttvínum, suprice Service og fine dining service.

Frá æfingu Norðurlandamóti framreiðslu-, og matreiðslumanna í maí s.l., en mótið var haldið á Íslandi að þessu sinni.
Mynd: Steinar Sigurðsson
Norðurlandamót þjóna er haldin ár hvert og hafa íslenskir framreiðslumenn tekið þátt í keppninni síðan árið 2015. Stefnt er að halda keppni Framreiðslumaður ársins samhliða Íslandsmóti iðngreina á næsta ári og og sigurvegari öðlast keppnisréttindi í Norðurlanda mótinu.
„Við vonum að þátttakan verði góð , bæði af keppendum og framreiðslumönnum og konum sem hafa áhuga á að koma greininni okkar aftur í sviðsljósið og vilja koma að skipulagi“.
Sagði Natascha Fischer, en hún er dómari, þjálfari og skipuleggjandi Norðurlandamótsins hér á Íslandi. Þess ber að geta að Natascha hefur keppt á Norðurlandamóti framreiðslumanna og er því vel kunnug keppninni.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





