Starfsmannavelta
Lokuðu þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti – Gunnar Karl: „Það er mikil synd að Dill hafi þurft að falla með hinum tveimur stöðunum..“
Fréttir af lokun Dill vöktu mikla athygli, enda staðurinn rómaður, vinsæll og sá eini á Íslandi sem hefur skartað Michelin-stjörnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis hefur rekstur staðarins af þeim sökum gengið prýðilega.
Veitingastaðirnir Dill, Mikkeller & Friends og Systir sem staðsettir eru við Hverfisgötu 12 hefur nú öllum verið lokað.
Erfiður vetur sem varð að martröð
Heimildir Vísis herma að það hafi enda ekki verið rekstrarörðugleikar Dills sem keyrðu Hverfisgötu 12 í þrot. Rekstur Mikkeller & Friends og Systur, sem kom í stað „Nafnlausa pizzustaðarins“ í upphafi árs, hafi hins vegar verið þungur í vöfum síðustu mánuði. Undir það síðasta hafi velgengni Dills í raun borið uppi hina staðina tvo.
Einn eigenda staðanna þriggja, Gunnar Karl Gíslason, staðfestir þetta í samskiptum við Vísi. Á Dill hafi verið „fullt meira og minna alla daga“ en Systir og Mikkeller átt „mjög svo erfiðan vetur.“
Á Dill hafi verið „fullt meira og minna alla daga“ en Systir og Mikkeller átt „mjög svo erfiðan vetur.“
Hann segir þó að ekki hafi verið hægt að fórna Mikkeller og Systur til að tryggja áframhaldandi líf Dills. Allir staðirnir voru reknir í sama húsi, á sömu kennitölu og á sama leyfinu og „þá lokar allt,“ segir Gunnar Karl. „Það er mikil synd að Dill hafi þurft að falla með hinum tveimur stöðunum, en svona er það.“
Sjá nánari umfjöllun á visir.is hér.
Myndir: reykjavik.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla