Starfsmannavelta
Lokuðu þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti – Gunnar Karl: „Það er mikil synd að Dill hafi þurft að falla með hinum tveimur stöðunum..“

Hverfisgata 12.
Miðvikudaginn 19. júní 2019 hófst vinna við gatnamót Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Loka þurfti gatnamótunum á meðan og beina umferð um hjáleiðir. Áætluð verklok er í september 2019.
Fréttir af lokun Dill vöktu mikla athygli, enda staðurinn rómaður, vinsæll og sá eini á Íslandi sem hefur skartað Michelin-stjörnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis hefur rekstur staðarins af þeim sökum gengið prýðilega.
Veitingastaðirnir Dill, Mikkeller & Friends og Systir sem staðsettir eru við Hverfisgötu 12 hefur nú öllum verið lokað.
Erfiður vetur sem varð að martröð
Heimildir Vísis herma að það hafi enda ekki verið rekstrarörðugleikar Dills sem keyrðu Hverfisgötu 12 í þrot. Rekstur Mikkeller & Friends og Systur, sem kom í stað „Nafnlausa pizzustaðarins“ í upphafi árs, hafi hins vegar verið þungur í vöfum síðustu mánuði. Undir það síðasta hafi velgengni Dills í raun borið uppi hina staðina tvo.
Einn eigenda staðanna þriggja, Gunnar Karl Gíslason, staðfestir þetta í samskiptum við Vísi. Á Dill hafi verið „fullt meira og minna alla daga“ en Systir og Mikkeller átt „mjög svo erfiðan vetur.“
Á Dill hafi verið „fullt meira og minna alla daga“ en Systir og Mikkeller átt „mjög svo erfiðan vetur.“
Hann segir þó að ekki hafi verið hægt að fórna Mikkeller og Systur til að tryggja áframhaldandi líf Dills. Allir staðirnir voru reknir í sama húsi, á sömu kennitölu og á sama leyfinu og „þá lokar allt,“ segir Gunnar Karl. „Það er mikil synd að Dill hafi þurft að falla með hinum tveimur stöðunum, en svona er það.“
Sjá nánari umfjöllun á visir.is hér.
Myndir: reykjavik.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Keppni21 klukkustund síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg