Frétt
Stóreldhúsið 2019 í Höllinni
Stórsýningin STÓRELDHÚSIÐ 2019 verður haldin fimmtudaginn 31. október og föstudaginn 1. nóvember í Laugardalshöllinni. Sýningin hefur stöðugt verið að stækka síðan fyrsta stóreldhúsasýningin var haldin 2005. Stefnir í stórglæsilega og afar fjölbreytta sýningu.
Almenningi verður ekki boðið á STÓRELDHÚSIÐ 2019 heldur er sýningin eingöngu ætluð starfsfólki og stjórnendum stóreldhúsa. Öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaðnum munu kynna matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir hótelum, gistihúsum, mötuneytum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna.
Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00 á fimmtudag og klukkan 18.00 á föstudag.
Það er mikill spenningur fyrir sýningunni og um að gera að taka dagana frá og allt er frítt fyrir fagfólk stóreldhúsanna.
Sjáumst öll í haust, Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri STÓRELDHÚSIÐ 2019 olafur@ritsyn.is

-
Keppni10 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata