Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Rakang Thai

Birting:

þann

Hér um daginn hóaði í mig gamall félagi og stakk upp á því hvort við ættum ekki að skjótast í hádegismat saman.  Við félagarnir gerum þetta nokkuð reglulega, hittumst á einhverjum góðum stað til að spjalla og reyna eitthvað nýtt, þannig að ég var til.

„Heyrðu, það er frábær staður upp í Árbæ sem ég hef ekkert heyrt neitt um nema gott“ sagði hann, „eigum við ekki bara að hittast þar? Hann heitir Rakang Thai!

Þessi félagi minn veit ekki mikið um mat, hugsaði ég að samtalinu loknu en Rakang Thai hefur lengi verið þekktur sem einn besti taílenski veitingastaður landsins. Staðurinn var um árabil rekinn á Lynghálsi.

Rakang - Tælenskur veitingastaður

Gamli Blásteinn

Rakang - Tælenskur veitingastaður - Guðmundur Ingi Þóroddsson

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Fyrir nokkru flutti Rakang Thai hins vegar um set og var opnaður að Hraunbæ 102a, við hliðina á Blásteini og er eiginlega sami staðurinn í dag.

Ég hitti og spjallaði lítillega við Guðmund Inga Þóroddsson, rekstrarstjóra og einn af eigendum staðarins.

„Árbæingar eru sáttir og fjölmenna mikið hingað“ sagði hann, „eldri kúnnarnir okkar frá Lynghálsi koma líka auk þess hafa fyrirtækin sem við þjónustuðum héldu áfram í viðskiptum, en við sendum bæði mat á vinnustaði og tökum á móti starfsmannahópum hér,“ hélt hann áfram. „Við erum að reyna að mæta þörfum flestra og því bjóðum við upp á tvær tegundir af hlaðborði í hádeginu, hér eru því um 9-11 réttir í boði daglega.

Rakang - Tælenskur veitingastaður

Hér í hliðarsal erum við nefnilega með hefðbundin íslenskan heimilsmat eins og hann gerist bestur svona eins og pönnusteiktan fisk, kjötbollur eða annað íslenskt góðgæti. Síðan erum við með í aðalsalnum okkar stórt sjö til átta rétta taílenskt hlaðborð með öllu. Hér er alltaf eitthvað  fyrir alla, að sjálfsögðu fylgir súpa og frí áfylling á drykki með.“

Gott og ferskt hráefni

Áhersla hér er lögð á ferskt hráefni og eldun á staðnum. Þetta er ekta taílenskur matur og ekta íslenskt. Það eru bara Taílendingar sem sjá um taílenska hlutann og síðan er flottur matreiðslumaður sem sér um heimilismatinn.

„Hráefnið er ferskt og hér er eldað ört. Það er eldað fyrir hádegisblaðborðið seint um morgun og fyrir kvöldverðarhlaðborðið er eldað síðdegis,“ segir Guðmundur. „Eldhúsið hjá okkur er stórt og vel tækjum búið.“

Á meðan ég beið eftir félaga mínum sem veit ekki hvað tímalega þýðir, rölti ég aðeins um staðinn með Guðmundi Inga. Það kom mér á óvart hversu allt var rúmgott og snyrtilegt, plássið var mikið.

Rakang - Tælenskur veitingastaður

Mikið rými

„Hér vorum við rétt í þessu að opna þetta svæði“ sagði Guðmundur er við komum inn í rúmgóða og notalega setustofu, mubbluð með þægilegum og stórum leðursófum og stólum. „Hingað er mikið að hópum að koma.

Allstaðar eru skjáir eða stórir myndvarpar, enda er það orðið vinsælt fyrir hópa að koma og hittast hér“ hélt hann áfram, „hér er hægt að vera prívat og lokað að sér ef maður vill, við erum að mæta þörfum ansi margra“.

En nú var félaginn mættur og okkar beið frábært margréttað tælenskt hlaðborð sem ég ætlaði ekki láta bíða eftir mér enda gott að vera tímalega hérna í hádeginu þar sem staðurinn er orðinn mjög vinsæll.

Hádegisverðar- og kvöldverðarhlaðborð eru í gangi á virkum dögum. Hádegisverðarblaðborðið er opið frá 11 til 14. Kvöldverðarhlaðborðið er opið frá 17 til 21. Staðurinn er opinn virka daga frá 11 til 21 og um helgar frá 17 til 21.

Það er kinnroðalaust hægt að mæla með matnum og þjónustunni á Rakang, sama hvort það er í hádeginu eða á kvöldin.

Auglýsingapláss

Lifið heil

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið