Keppni
Þessi keppa í nemakeppni í bakstri 2019
Nemakeppni í bakstri hefst með forkeppni föstudaginn 8. febrúar n.k. í bakaradeild Hótel- og matvælaskólans í Menntaskólanum í Kópavogi.
7 keppendur eru skráðir og verður gaman að fylgjast með. Næstu daga verður hægt að fylgjast með á bakara-snappinu frá undirbúningi og keppninni sjálfri.
Á keppnisdag, þ.e. 8. febrúar verða borðunum með listaverkunum stillt upp í Björnsstofu í Hótel- og matvælaskólanum og eru gestir velkomnir frá kl 17:30 og klukkan 18:00 verður tilkynnt hverjir þrír keppa til úrslita 22. febrúar.
Keppendur eru (raðað í stafrófsröð):
- Eyrún Margrét Eiðsdóttir, Reynir bakari
- Eyþór Andrason, Bakarameistarinn
- Fannar Yngvi Rafnarsson, Björnsbakarí
- Hákon Hilmarsson, Aðalbakarinn Siglufirði
- Jakob H. P. Burgel Ingvarsson, Guðna bakarí
- Lena Björk Hjaltadóttir, Sandholt
- Viktor Ingason IKEA bakarí
Verkefni forkeppninnar er:
A. 1 stór brauðategund 500 – 800 gr. 10 stk. af teg.
B. 1 smábrauðategund 30 stk. á 60- 80 gr.
C. 3 vínarbrauðstegundir 50 – 70 gr. eftir bakstur, 12 stk. af tegund.
D. Skraut-stykki. Frjálst þema. Stærð max 50x50x50.
E. Uppstilling á fyrirfram dúkað borð í Björnsstofu. Stærð ca. 120 x 80 cm. með hvítum dúkum.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta9 klukkustundir síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac