Uppskriftir
Hangikjöt með uppstúf
Hráefni
Uppstúfur:
750 ml mjólk
250 ml rjómi
50 g smjör
50 g hveiti
3 msk. sykur
Aðferð
Hangikjöt:
Takið hangikjötið úr kæli 6 tímum fyrir eldun. Setjið kjötið í pott með köldu vatni, hleypið upp suðunni og látið sjóða vægt við um 100°C í 30 mínútur.
Dragið síðan til hliðar og látið kólna í soðinu. Ef á að borða kjötið volgt eða heitt er það sett aftur á helluna og hitað upp.
Ástæðan er sú að meðan kjötið er að kólna í soðinu heldur það áfram að eldast og kjötið verður meyrt og safaríkt.
Uppstúfur:
Bræðið smjörið í potti, blandið hveitinu saman við þannig að til verði smjörbolla. Bætið þá mjólkinni út í hægt og rólega og hrærið stanslaust þar til öll mjólkin er komin út í. Látið sjóða við vægan hita (ekki bullsjóða) þar til hveitibragðið er horfið, bætið þá sykrinum og rjómanum út í, dragið til hliðar og látið jafna sig í 3-4 mínútur.
Höfundur er Sverrir Þór matreiðslumeistari

-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata