Frétt
Ómerktar heslihnetur í súkkulaði
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir heslihnetum við neyslu á Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. Súkkulaðið úr tiltekinni framleiðslulotu gæti innihaldið heslihnetur án þess að það komi fram á umbúðum vegna mistaka sem áttu sér stað við framleiðslu vörunnar.
Hnetur, þ.m.t. heslihnetur, og afurðir úr þeim eru á lista yfir ofnæmis- eða óþolsvalda. Ofnæmis- og óþolsvalda ber að merkja með skýrum hætti á umbúðum matvæla. Tekið skal fram að varan er skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir hnetum.
Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hnetum eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga. Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Nói Síríus í síma 575 1800.
Nánari upplýsingar um vöruna er að finna í fréttatilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hér.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins