Frétt
Hátíðarkvöldverður afgreiddur á pappadiskum
Í gær hófst formleg dagskrá hjá WorldChefs Without Borders þar sem 56 matreiðslumeistarar víðs vegar um allan heim láta gott að sér leiða í Myanmar, en þar ríkir mikil fátækt.
Dagskráin hófst með hátíðarkvöldverði á vegum WorldChefs þar sem 200 manns snæddu fimm rétta máltíð og var miðaverð 100 dali.
„Allir þátttakendur í túrnum sátu kvöldverðinn og var hann í öðru sniði en venjulegur hátíðarkvöldverður þar sem gestir fengu ekta Myanmar mat sem afgreiddur var á pappadiskum.“
Sagði Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari í samtali við veitingageirinn.is sem staðsettur er á Myanmar, en hann situr fyrir hönd Klúbbs Matreiðslumeistara í alþjóðanefnd WorldChefs og er fulltrúi þess fyrir Norður Evrópu.
„Þarna söfnuðust um 20 þúsund dollarar. Í dag byrjuðum við daginn snemma eða við lögðum af stað klukkan 05:30 í morgun frá hótelinu og komum til með að elda fyrir 4500 manns. Á morgun mánudag fara allir matreiðslumeistarar í siglingu þar sem við heimsækjum þrjú þorp og um 8000 máltíðir verða gefnar ásamt tösku handa börnum sem er full af skóladóti ásamt tannburstum sem ég fékk gefins frá OJ&k/Sælkeradreifingu.“
Myndir: aðsendar / Árni Þór
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill