Frétt
Hátíðarkvöldverður afgreiddur á pappadiskum
Í gær hófst formleg dagskrá hjá WorldChefs Without Borders þar sem 56 matreiðslumeistarar víðs vegar um allan heim láta gott að sér leiða í Myanmar, en þar ríkir mikil fátækt.
Dagskráin hófst með hátíðarkvöldverði á vegum WorldChefs þar sem 200 manns snæddu fimm rétta máltíð og var miðaverð 100 dali.
„Allir þátttakendur í túrnum sátu kvöldverðinn og var hann í öðru sniði en venjulegur hátíðarkvöldverður þar sem gestir fengu ekta Myanmar mat sem afgreiddur var á pappadiskum.“
Sagði Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari í samtali við veitingageirinn.is sem staðsettur er á Myanmar, en hann situr fyrir hönd Klúbbs Matreiðslumeistara í alþjóðanefnd WorldChefs og er fulltrúi þess fyrir Norður Evrópu.
„Þarna söfnuðust um 20 þúsund dollarar. Í dag byrjuðum við daginn snemma eða við lögðum af stað klukkan 05:30 í morgun frá hótelinu og komum til með að elda fyrir 4500 manns. Á morgun mánudag fara allir matreiðslumeistarar í siglingu þar sem við heimsækjum þrjú þorp og um 8000 máltíðir verða gefnar ásamt tösku handa börnum sem er full af skóladóti ásamt tannburstum sem ég fékk gefins frá OJ&k/Sælkeradreifingu.“
Myndir: aðsendar / Árni Þór

-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag