Vín, drykkir og keppni
Mögulegar gleragnir í Stella Artois bjór
Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af Stella Artois bjór vegna hugsanlegs galla í glerflöskum, en þær geta innihaldið gleragnir. Vínnes ehf. hefur innkallað Stella Artois bjór í 330 ml flöskum með best fyrir dagsetningum 06/12/18 og 07/03/19, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem að hætta er á glerbroti í bjórflösku frá brugghúsinu AB InBev í Belgíu sem framleiðir Stella Artois.
Sjá einnig: Hætta á glerbroti í bjórflösku
Vörur sem falla undir innköllunina hafa þegar verið teknar úr sölu Vínbúða ÁTVR en mögulegt er að neytendur eigi eintök með þessum tveimur best fyrir dagsetningum. Þeim einstaklingum sem hafa ofangreinda vöru undir höndum er bent á að skila henni til Vínness ehf. að Skútuvogi 1F, 104 Reykjavík eða í næstu Vínbúð ÁTVR og fá nýja í staðinn.
Nánari upplýsingar um vöruna er hægt að nálgast í fréttatilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ásamt mynd af vörunni hér.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Keppni21 klukkustund síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro