Vín, drykkir og keppni
Mögulegar gleragnir í Stella Artois bjór
Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af Stella Artois bjór vegna hugsanlegs galla í glerflöskum, en þær geta innihaldið gleragnir. Vínnes ehf. hefur innkallað Stella Artois bjór í 330 ml flöskum með best fyrir dagsetningum 06/12/18 og 07/03/19, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem að hætta er á glerbroti í bjórflösku frá brugghúsinu AB InBev í Belgíu sem framleiðir Stella Artois.
Sjá einnig: Hætta á glerbroti í bjórflösku
Vörur sem falla undir innköllunina hafa þegar verið teknar úr sölu Vínbúða ÁTVR en mögulegt er að neytendur eigi eintök með þessum tveimur best fyrir dagsetningum. Þeim einstaklingum sem hafa ofangreinda vöru undir höndum er bent á að skila henni til Vínness ehf. að Skútuvogi 1F, 104 Reykjavík eða í næstu Vínbúð ÁTVR og fá nýja í staðinn.
Nánari upplýsingar um vöruna er hægt að nálgast í fréttatilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ásamt mynd af vörunni hér.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards