Frétt
Le Kock poppar upp á Apotekinu 17. – 19. maí
Apotekið hefur verið duglegt við að bjóða upp á skemmtilega popp upp viðburði á árinu í samstarfi við bæði matreiðslumenn og önnur veitingahús. Hafa þessir viðburðir mælst gríðarlega vel fyrir og nú er von á góðu því strákarnir í Le Kock ætla að poppa upp í hádeginu á Apotekinu frá fimmtudegi til laugardags í þessari viku.
Þeir Karl Óskar Smárason, Markús Ingi Guðnason og Knútur Hreiðarsson forsprakkar Le Kock í samstarfi við matreiðslumenn Apoteksins bjóða upp á 4 hrikalega spennandi hádegisrétti sem verða á seðlinum þegar Le Kock opnar í miðbænum seinna á árinu.
Þetta er klárlega eitthvað sem sannir matgæðingar láta svo sannarlega ekki framhjá sér fara.
Frekari upplýsingar um Pop Up seðilinn má finna inni á heimasíðu Apóteksins, www.apotek.is
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur