Vertu memm

Frétt

Le Kock poppar upp á Apotekinu 17. – 19. maí

Birting:

þann

Apotekið - Le Kock

Apotekið hefur verið duglegt við að bjóða upp á skemmtilega popp upp viðburði á árinu í samstarfi við bæði matreiðslumenn og önnur veitingahús. Hafa þessir viðburðir mælst gríðarlega vel fyrir og nú er von á góðu því strákarnir í Le Kock ætla að poppa upp í hádeginu á Apotekinu frá fimmtudegi til laugardags í þessari viku.

Þeir Karl Óskar Smárason, Markús Ingi Guðnason og Knútur Hreiðarsson forsprakkar Le Kock í samstarfi við matreiðslumenn Apoteksins bjóða upp á 4 hrikalega spennandi hádegisrétti sem verða á seðlinum þegar Le Kock opnar í miðbænum seinna á árinu.

Þetta er klárlega eitthvað sem sannir matgæðingar láta svo sannarlega ekki framhjá sér fara.

Frekari upplýsingar um Pop Up seðilinn má finna inni á heimasíðu Apóteksins, www.apotek.is

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið