Nemendur & nemakeppni
Ungkokkar Íslands brilleruðu á árshátíð KM
Eins og fram hefur komið þá var árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara haldin á Siglufirði á laugardaginn fyrir viku.
Um matseldina sáu Ungkokkar Íslands um og þeim til aðstoðar var Tómas Jórunnarson starfandi matreiðslumaður á Hótel Sigló. Félagsskapurinn Ungkokkar Íslands starfar sem sjálfstæð eining innan Klúbbs Matreiðslumeistara. Fréttamaður veitingageirans kíkti á Ungkokkana sem voru í fullum undirbúningi í vinnslueldhúsi sem staðsett er við hlið veitingastaðarins Rauðku á Sigló og það mátti greinilega sjá að hér er kominn saman metnaðarfullur hópur.
Kara Guðmundsdóttir matreiðslumaður og liðstjóri liðsins var á staðnum og fór vel yfir alla þætti og útskýrði hvernig hlutirnir ættu að vera, en gaf samt meðlimum lausan taum til að blómstra í keyrslunni. Liðstjórar Ungkokka Íslands eru Kara Guðmundsdóttir og Logi Brynjarsson matreiðslumenn.
Einungis hluti af hópnum var á Siglufirði, en meðlimir í Ungkokkum Íslands eru 15 talsins:
- Arnór Daði Jónsson – Hilton
- Baldur Smári Sævarsson – Icelandair hotels Mývatni
- Brynjólfur Birkir Þrastarsson – Moss
- Burkni Þór Bjarkason – Sumac
- Dagníel Óskarsson – Natura
- Guðmundur Jónsson – Bláa lónið
- Guðni Björnsson – Bláa lónið
- Harpa Sigríður Óskarsdóttir – Slippurinn
- Jón Þorberg Óttarsson – Humarhúsið
- Kristleifur Darri Kolbeinsson – Natura
- Megija Zune – Brasserie
- Michael Pétursson – Mathús Garðabæjar
- Nickolai ceasarrio – Grillið
- Sigþór Daði Kristinsson – Grillið
- Wiktor pálsson – Grillið
Og hvernig smakkaðist maturinn?
„Skemmtileg samsetning, flott eldun á ýsunni sem var hæfilega reykt ekki of mikið, gott kartöflumauk, uppstúf var létt í froðustíl, krönsí rúgbrauð og djúpsteikt söl sem var algjört sælgæti.“
„Góð eldun á lambakjötinu þó hefði mátt vera minna eldað fyrir minn smekk, hægelduð lambaöxl kom virkilega vel út, grænmetið var gott og kremað bygg með parmesan var winner“
„Mjög góður réttur og góður endir á flottum kvöldverði“.
Myndir: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður