Frétt
Samstarfssamningur Kjarnafæðis og Kokkalandsliðsins og KM
Um árabil hefur Kjarnafæði verið dyggur samstarfsaðili Klúbbs matreiðslumeistara KM og Kokkalandsliðsins og í tilefni af aðalfundi KM sem haldinn var á Siglufirði 7. apríl var undirritaður nýr samstarfssamningur til þriggja ára af Birni Braga Bragasyni forseta KM og þeim Ólafi Má Þórissyni, Helgu Sif Eiðsdóttur og Andrési Vilhjálmssyni fyrir hönd Kjarnafæðis.
Björn Bragi er ánægður með samstarfið sem er traust og gott:
„Við njótum þess að vera í samstarfi við Kjarnafæði sem útvegar okkur ár eftir ár úrvals hráefni til æfinga Kokkalandsliðsins og styður okkur með öllum ráðum. Sannarlega forréttindi að þekkja frábært starfsfólk og eigendur Kjarnafæðis og vita af stuðningnum sem er okkur svo mikilvægur og í raun ómetanlegur.
Við þurfum á sterkum samstarfsaðilum að halda til að geta haldið úti okkar metnaðarfulla keppnisstarfi sem skapar á móti mikil verðmæti fyrir alla virðiskeðjuna með þrautþjálfuðu afreksfólki í matreiðslu og gríðarlegri vöruþróun sem skilar sér oftar en ekki í nýjungum í notkun og úrvinnslu afurða“.
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir