Frétt
Hætta á glerbroti í bjórflösku
Vínnes ehf., dreifingaraðili Stella Artois frá brugghúsi AB InBev í Belgíu ákvað í dag að innkalla takmarkað upplag af Stella Artois í 330 ml. glerflösku.
Innköllunin nær til takmarkaðs upplags af bjórnum sem var í sölu um mitt ár 2017. Innköllunin er sjálfviljug og tilkomin vegna þess að mjög takmarkað upplag framleiðslunnar gæti mögulega hafa innihaldið smáar gleragnir og uppfylla þannig ekki gæðastaðla Stella Artois.
Vínnes ehf. ítrekar að allar birgðir Stella Artois sem í dag eru til sölu í Vínbúðum uppfylla ströngustu gæðastaðla og falla ekki undir innköllunina, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vínnes ehf. sem hægt er að lesa nánar hér.
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni19 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann