Frétt
Hætta á glerbroti í bjórflösku
Vínnes ehf., dreifingaraðili Stella Artois frá brugghúsi AB InBev í Belgíu ákvað í dag að innkalla takmarkað upplag af Stella Artois í 330 ml. glerflösku.
Innköllunin nær til takmarkaðs upplags af bjórnum sem var í sölu um mitt ár 2017. Innköllunin er sjálfviljug og tilkomin vegna þess að mjög takmarkað upplag framleiðslunnar gæti mögulega hafa innihaldið smáar gleragnir og uppfylla þannig ekki gæðastaðla Stella Artois.
Vínnes ehf. ítrekar að allar birgðir Stella Artois sem í dag eru til sölu í Vínbúðum uppfylla ströngustu gæðastaðla og falla ekki undir innköllunina, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vínnes ehf. sem hægt er að lesa nánar hér.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni