Vertu memm

Keppni

Hinrik vann til silfurverðlauna

Birting:

þann

Hinrik Lárusson - Nordic Junior Chefs 2018

Verðlaunafhendingin.
Hinrik er hér lengst til vinstri.
Mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson

Hinrik Lárusson sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu vann silfurverðlaun í Nordic Junior Chefs keppninni sem fór fram í Herning í Danmörku í dag. Svíþjóð var í fyrsta sæti í sömu keppni og Finnland í því þriðja.

Sjá einnig: Allt komið á fullt á Norðurlandamótinu í matreiðslu og þjónustu

Hafsteinn Ólafsson sem er Kokkur ársins 2017 og starfar á Sumac Grill + Drinks keppti í Nordic Chef. Í framreiðslu var það Lúðvík Kristinsson frá Grillinu sem keppti fyrir Íslands hönd. Hvorugur þeirra náði á pall í sínum keppnum.

Klúbbur matreiðslumeistara sendi þessa þrjá keppendur til leiks og rekur klúbburinn afreksstarf í matreiðslu og framreiðslu, keppnisstarf ungra matreiðslumanna í Kokkalandsliðinu og keppnina Kokkur ársins ásamt þátttöku í alþjóðlegum keppnum eins og hér um ræðir.

Skipulag keppninnar var í höndum Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara og fór keppnin fram í Herning samhliða matvælasýningunni Foodexpo.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið