Frétt
Fleiri glúten snakktegundir merktar glútenlausar
Matvælastofnun varar neytendur með glútenóþoli við neyslu á glútenfría maíssnakkinu Traflo Tortilla chili snakk. Snakkið er merkt glútenlaust en greindist með glúten yfir leyfilegum mörkum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun.
Er þetta í annað skipti í febrúarmánuði sem vara merkt glútenlaus er innkölluð vegna þess að hún inniheldur glúten.
Sjá einnig: Neytendur með glútenóþol varaðir við neyslu á maíssnakki
Matvælastofnun bárust upplýsingarnar í gegnum viðvörunarkerfi Evrópu (RASFF) um matvæli og fóður. Innflytjandi hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir glúteni eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt eða til Icepharma, Lynghálsi 13, milli 8-16 alla virka daga. Nánari upplýsingar fást hjá Icepharma í síma 540 8000.
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum