Keppni
Kokkalandsliðskvöldverður, lausir miðar – Kokkur ársins 2018
Kokkur ársins 2018 verður krýndur í Hörpu 24. febrúar næstkomandi frammi fyrir fullu húsi af gestum og stuðningsmönnum keppenda.
Frábær stemmning í fyrra þegar Hafsteinn Ólafsson hlaut titilinn eftirsóknaverða.
Kokkalandsliðið mun leika við hvern sinn fingur og töfra fram 4. rétta matseðil ásamt vel völdum drykkjum.
Fordrykkur hefst kl 18:00 í Flóa á jarðhæð Hörpu
Borðhald hefst svo kl 19:00 þar sem Andri Freyr Viðarsson og Kokkalandsliðið sjá til þess að matur, spenna og gleði ná til allra skilningarvita.
Kl:22:45 verður Kokkur ársins 2018 krýndur.
Að lokinni verðlaunaafhendingu munu Valdimar & félagar halda uppi fjörinu.
Borðapantanir á netfangið chef@chef.is
Takmarkað sætaframboð, fyrstur kemur fyrstur fær!
Verð kr. 21.900.-
Matseðill
Fordrykkur
Crémant d´Alsace Rosé
Úrval smárétta:
Ýsa, grísakinn & kjúklingaskinn og rófur
Vín Las Moras Chardonnay Reserva
Þorskhnakki, reykt þorskkinn, blómkál, seljurót, dill, „beurre blanc“ & silunga hrogn
Vín Las Moras Chardonnay Reserva
Lambamjöðm með lauk-kartöflu, kartöflufroðu, sýrðum lauk, svartrót , grænertum, svörtum hvítlauk og lambagljáa
Vín El Padre Morende Adventure Cabernet Franc
Súkkulaðimús með hindberjum og skyri, pralínkaka, hafrar og skyrís
Vín Paul Jaboulet Muscat de BdV Le Chant des Griolles
Með kaffinu Hardy Organic
Mynd: facebook / Kokkur ársins

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni5 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun