Frétt
Neytendur með glútenóþol varaðir við neyslu á maíssnakki
Matvælastofnun varar neytendur með glútenóþol við neyslu á maíssnakkinu Amaizin Natural Corn Chips. Snakkið er merkt glútenlaust en greindist með glúten yfir leyfilegum mörkum.
Matvælastofnun bárust upplýsingarnar í gegnum viðvörunarkerfi Evrópu (RASFF) um matvæli og fóður. Innflytjandi hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir glúteni eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða hafa samband við Heilsu ehf., Bæjarflöt 1-3, í síma 517 0670.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu