Keppni
Jónmundur sigraði í Monkey Shoulder kokteilkeppninni

Jónmundur Þorsteinsson
Á milli jóla og nýárs komu saman nokkrir af bestu barþjónum landsins og kepptu sín á milli í Monkey Shoulder kokteilkeppni.
Mikill erill var hjá öllum fram að jólum og gamlárs helgin framundan og því var þetta kærkomið tækifæri að slappa aðeins af, hitta kollegana og skemmta sér smá. Það var vel mætt í Ægisgarð þetta kvöld bæði af fólki úr faginu og svo vinum og vandamönnum keppenda.
Áhersla var lögð á frumleika og það stóð svo sannarlega ekki í þáttakendum, margir og ótrúlega skemmtilegir drykkir litu dagsins ljós.
Jónmundur Þorsteinsson á Apótek Kitchen and Bar var sigurvegari kvöldsins og hlýtur að launum ferð á Camp Monkey á næsta ári. Camp Monkey eru vinnu og þjálfunarbúðir þar sem 40-50 barþjónar allstaðar að koma saman einhversstaðar í Evrópu í 3 daga. Boðið upp á fyrirlestra, work shop, leika sér með öðrum á barnum og bara almenna gleði og ánægju.
Verðlaun fyrir frumlegasta drykkinn fékk Daníel Kavanagh á Sushi Social.
Hér eru sigurdrykkurinn hans Jónmundar:
Stranger tides
- 1 1/2 oz Monkey shoulder
- 1 1/4 oz Amaro Averna
- 3/4 oz Lime
- Hristur og borin fram á klaka í viskíglasi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri












