Markaðurinn
Íslenska lambið er án erfðabreytts fóðurs | Fyrsta búgreinin til að banna GMO í fóðri á Íslandi
Íslenskir sauðfjárbændur tóku ákvörðun 2016 að setja bann á notkun erfðabreytts fóðurs í sauðfjárrækt. Það er mat íslenskra sauðfjárbænda að betra sé að standa utan þess að tengjast notkun GMO í fóðri og banna það með öllu í sauðfjárbúskap hérlendis.
Íslensk sauðfjárrækt er hágæða matvælaframleiðsla og unnin á smáum fjölskyldubúum sem treysta á náttúruna og beit á villtum gróðri. Erfðabreytingar í landbúnaði eru umdeildar og sitt sýnist hverjum í alþjóðlegri umræðu.
Þó má klárlega tengja GMO við verksmiðjubúskap og eiturefnanotkun í landbúnaði og framleiðendur berjast víða hart fyrir því að matvæli sem innihalda GMO verði ekki merkt sem slík.
Kröfuharðir neytendur sækja í auknum mæli í matvæli sem eru náttúruleg og í þann hóp vilja framleiðendur íslenska lambakjötsins markaðssetja sínar afurðir.
Vídeó
Did you know that GMO sheep feed is prohibited in Iceland? All Icelandic lamb meat is now GMO free.
Posted by Icelandic Lamb on Wednesday, 20 December 2017
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður