Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Rib-eye steik, franskar kartöflur og Bearnaise sósa á Holtinu

Birting:

þann

holtid_021020135

Þeir á Holtinu buðu vefklúbbsfélögum tilboð sem ekki var hægt að neita, en boðið var upp á fimmtudags – föstudags- og laugardagshádegi og eins og áður segir rib-eye steik með tvísteiktum frönskum kartöflum og Bearnaise sósu.

Graflax uppskrift Holtsins hefur verið eins frá 1966

Graflax uppskrift Holtsins hefur verið eins frá 1966

Ég mætti á svæðið til að njóta og það gerði ég svo sannarlega, ég byrjaði á að fá mér Graflax Holtsins eins frá 1966 með hunangsinnepssósu og ristuðu brauði og þvílík dásemd.

Þegar þjónninn kom með kókið þá kom hann með flöskuna á bakka og opnaði hana fyrir framan mig og hellti fagmannlega í glasið, það er svo smáatriði sem skilja þá bestu frá ekki bestu.

holtid_021020139

Svo kom steikin og var hún alveg guðdómleg, kartöflurnar æðislegar og sósan ekta Bearnaise en ekki Foyot eins og flestir bera fram sem Bearnaissósu, en nafnbreytingin á sér stað þegar kjötkrafti er bætt út í Bearnaise sósuna.

Ég bara spyr hvenær kemur Michelin stjarnan?

Hlakka til næsta tilboðs í vefklúbbnum.

 

/Sverrir

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið