Frétt
Skiptar skoðanir í veitingageiranum um að leyfa gæludýr á veitingastöðum
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum, en þetta kemur fram á visir.is. Björt kynnti tillögurnar um málið á ársfundi Bjartrar framtíðar í síðustu viku sem miðast við að veitingamönnum verði sjálfvald um að leyfa gæludýr á sínum stöðum.
Í facebook hópnum veitingageirinn sem samanstendur af fagmönnum og veitingamönnum í veitingabransanum hefur skapast mikil umræða um málið og eru skiptar skoðanir á því hvort eigi að leyfa gæludýr á veitingastöðum og sumir sjá sér leik á borði að bjóða upp á sér matseðil fyrir gæludýrin.
Eftirfarandi er nokkur brot af umræðunni:
„Við eigum að hafa val um að mega koma með dýrin okkar í mat.. hlakka til að sjá þá rétti sem í boði verða fyrir dýrin.“
„Þetta virkar í Frakklandi og víðar af hverju ekki hér?“
„Í flestum löndum Evrópu fara gæludýr í strætó, flugvélar, kaffihús og víðar. Hef ekki tekið eftir að allir séu hnerrandi eða að klóra sér þar.“
„Að sjálfsögðu eiga eigendur veitingahúsa að ráða þessu og við hin sem ekki hafa áhuga á að hafa gæludýr þar sem við borðum veljum hvað við gerum“
„Hlýtur að eiga vera val eiganda veitingastaða“
„Hugsa sér að hið alvitra yfirvald geti bannað hunda og ketti í stað þess að leyfa eigendum veitingahúsa að ráða því. En báknið bannar ekki jarðhnetur og skelfisk, þótt bráðaofnæmið geti verið banvænt. Þá er það allt í einu orðið frelsi vertans að ráða því.“
Svo eru aðrir sem eru algjörlega á móti tillögunni:
„Skítandi og mígandi hundar og kettir á næsta borði nei takk fyrir mig“
„Þið sem þekkið til vitið að þessi kvikindi bóna á sér rassga*** með tungunni. Á veitingastað ? Nei takk.“
„Nei takk – óþolandi erlendis t.d frakklandi“
„Ég er með ofnæmi fyrir köttum og hundum og ég vill finna bragð af matnum sem ég borga fyrir“
„Hundahár og kattaflasa í matnum. Namm namm.“
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar3 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Keppni5 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni






