Starfsmannavelta
Kaffivagninn skiptir um eigendur
Hjónin Guðmundur Viðarsson og Mjöll Daníelsdóttir sem rekið hafa Kaffivagninn sl. þrjú og hálft ár hafa selt reksturinn ásamt fasteign til FoodCo hf. Kaffivagninn á sér langa og farsæla sögu og er elsti starfandi veitingastaður landsins en hann var stofnaður árið 1935 og var í upphafi vörubíll með yfirbyggðum palli sem stóð á Ellingsenplaninu sem var á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu.
Í byrjun sjötta áratugarins fluttist Kaffivagninn svo vestur á Grandagarð í formi lítils húss á steinhjólum sem tók 10-15 gesti í sæti. Á þessum árum var Reykjavík stærsta verstöð landsins og opnaði Kaffivagninn eldsnemma á morgnana og nestaði trillukarla ásamt því að ylja sjómönnum og hafnarverkamönnum með rjúkandi kaffi og bakkelsi.

Guðmundur Viðarsson, Mjöll Daníelsdóttir og breski sjónvarpskokkurinn Ainsley Harriott en hann var gestakokkur Kaffivagnsins í einu hádeginu þar í lok febrúar árið 2014
Hús Kaffivagnsins hefur verið í núverandi mynd frá því 1975 og síðsumar 2014 var byggður glæsilegur útipallur við austurgafl hússins með útsýni yfir höfnina og Hörpu.
Í fréttatilkynningu frá Foodco segir að rekstri Kaffivagnsins verður haldið áfram með óbreyttu sniði og lögð verður áhersla á að varðveita þá sögu og þann sjarma sem fylgt hefur staðnum í gegnum árin.
Myndir: kaffivagninn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays







