Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sex íslenskir veitingastaðir taka þátt í frönsku matarmenningarhátíðinni
GOÛT DE FRANCE / GOOD FRANCE er matamenningarhátíð sem haldin verður 21. mars næstkomandi um allan heim, þar á meðal í Reykjavík.
Hátíðin er nú haldin í þriðja skipti til að vekja athygli á sköpunarkrafti og kostum franskrar matargerðar og grunngildunum hennar: Samneyti við aðra, matarnautn, virðingu fyrir vel gerðum mat, fyrir náunganum og fyrir jörðinni.
Á matseðlinum eru fordrykkir, snittur, forréttur, aðalréttur og síðan ostar og eftirréttir ásamt frönskum létt- og kampavínum. Sífellt fjölgar veitingastöðunum sem taka þátt í hátíðinni. Í fyrra voru þeir 1.715 í 150 löndum en verða að þessu sinni 2.000 talsins í fimm heimsálfum. Miðað við höfðatölu verður vafalítið hvergi meiri þátttaka en á Íslandi: Sex valinkunnir veitingastaðir bjóða matseðla undir merkjum hátíðarinnar í ár.
- Gallery Restaurant á Hótel Holti (Friðgeir Ingi Eiríksson)
- Kitchen & Wine á 101 Hótel (Hákon Már Örvarsson)
- Le Bistro (Rémi Orange)
- Snaps (Númi Tómasson)
- Torfan humarhúsið (Ívar Þórðarson)
- AAlto Bistro í Norræna húsinu 22. mars (Sveinn Kjartansson)
Skipuleggjendur hátíðarinnar leggja áherslu á menntun í veitingahúsa- og hótelfræðum og því verða það nemar í Hótel- og matvælaskóla Menntaskólans í Kópavogi sem sjá um að matbúa og framreiða hátíðarkvöldverð fyrir gesti franska sendiherrans í embættisbústað hans þetta kvöld.
Mynd: france.fr / Good France 2017

-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards