Frétt
Fiskidagurinn mikli 2010 í máli og myndum
Umferð gekk mjög vel miðað við fjölda og er gestum þakka sérstaklega fyrir þolinmæði og rólegan akstur. Bærinn var ríkulega skreyttur og töldu margir að ganga um bæinn væri eins og að vera á að risastórri skraut og listasýningu.
Um 150.000 matarskammtar á súpukvöldi og Fiskidegi
Flugeldasýning sem verður seint toppuð
20.0000 manns á ógleymanlegri afmælisdagskrá
Heiðranir
Allir fengu risamálverk að gjöf
Einmuna veðurblíða
Fiskidagurinn mikli styrkir Hjálparstarf kirkjunnar
|
Vináttukeðjan
Föstudaginn 7. ágúst var dagskrá í kirkjubrekkunni sem er nokkurskonar setningarathöfn fyrir Fiskidaginn mikla og allt sem að honum snýr. Vináttukeðjan er hlý og notaleg stund þar sem að staldrað er við og hugað að vináttunni og náungakærleikanum. Aron Óskarsson og Gyða Jóhannesdóttir ásamt hljómsveitinni Ofnæmum frumfluttu og gáfu Fiskideginum mikla lag Kvöldið fyrir Fiskidaginn mikla, Stefán Þór Friðriksson, Dana Ýr Antonsdóttir, Matthías Matthíasson, Gyða Jóhannesdóttir, Karlakór Dalvíkur og leikskólabörn sungu, Séra Pálmi Matthíasson flutti vinátturæðuna 2010, 5000 friðardúfublöðrum var sleppt, 10 skoteldum skotið upp, knúskorti með bókavinningum frá Sölku bókaforlagi dreift og að lokum knúsuðust allir viðstaddir.
Á föstudagskvöldinu buðu um 120 fjölskyldur í Dalvíkurbyggð uppá fiskisúpu og vinalegheit. Hver sá sem bauð uppá súpu var með sína uppskrift. Um 24.000 manns voru á röltinu þetta kvöld og nutu gestrisni heimamanna. Kvöldið tókst einstaklega vel og gesti vantaði lýsingarorð til að segja frá þessum einstaka viðburði. Ánægðastir af öllum ánægðum voru líklega þeir íbúar sem buðu uppá súpu.
Brúðubíllinn var á staðnum
Fiskidagurinn mikli
Laugardaginn 8. ágúst milli kl 10.30 17.00 var Fiskidagurinn mikli haldinn hátíðlegur í tíunda sinn sinn á hafnarsvæðinu á Dalvík. Dagskráin hófst með magnaðri þyrlubjörgunarsýningu frá Landhelgisgæslunni. Þyrlan Líf og Varðskipið Týr voru síðan til sýnis yfir daginn.
Bakaðar voru 16 120 tommu saltfiskpizzur
35.000 manns heimsóttu Dalvík á Fiskideginum mikla
Í kjölfarið sáu um 20.000 manns eina mögnuðustu flugeldasýningu sem send hefur verið í loftið á Íslandi sýning sem sett var upp af björgunarsveitinni á Dalvík og og var í boði tveggja brottfluttra Dalvíkinga, Jóns Ægis Jóhannssonar sem býr og starfar í Kanada og Friðriks Más Þorsteinssonar sem býr og starfar í Bretlandi.
Salthúsverk
Fiskidagurinn mikli 2010 tókst í alla staði mjög vel og er það mál jafnt gesta sem skipuleggjenda að hátíðin í ár hafi verið sú besta frá upphafi, og má þar m.a nefna dagskrána á aðalsviðinu, skipulag, matseðil, veður afmælisdagskránna og ógleymanlega flugeldasýningu.
Fiskidagurinn mikli heiðrar árið 2010:
Samherja hf
Samherji hf er heiðraður fyrir margháttaða sjávarútvegs-starfsemi á Dalvík. Á árinu 2010 eru 10 ár frá því Samherji hf kom að rekstri frystihússins á Dalvík. Frystihúsið hefur um áratugaskeið verið stærsta fiskvinnslufyrirtækið á Dalvík og verið í farabroddi fiskvinnslufyrirtækja á landinu. Á þeim áratug sem Samherji hf hefur rekið frystihúsið hefur hráefnið sem unnið er í húsinu tvöfaldast. Starfsmönnum hefur fjölgað á þessu tímabili en jafnframt hefur mikil framleiðniaukning og hagræðing átt sér stað.
Í dag rekur Samherji hér á Dalvík fullkomnustu fiskvinnslu á landinu, og þótt víðar væri leitað. Sérstaklega er Samherji hf heiðraður fyrir öflugan stuðning við Fiskidaginn mikla. Árið sem Samherji hf hóf rekstur frystihússins á Dalvík var ákveðið að halda Fiskidaginn mikla í fyrsta sinn. Frá upphafi hefur Samherji hf verið aðalstyrktaraðili hátíðarinnar og alla tíð lagt til uppistöðu hráefnisins sem matbúið hefur verið fyrir gesti. Úrvals hráefni sem hefur gert það kleift að bjóða til veislu eins og á bestu veitingahúsum.
Fiskidagurinn mikli heiðrar árið 2010:
Í tilefni af 10 ára afmælinu voru í raun ALLIR heiðraðir og fengu að gjöf risamálverk sem að listamaðurinn og Dalvíkingurinn Vignir Hallgrímsson málaði í sumar á suðurvegg salthússins sem er á hátíðarsvæðinu. Verkið var afhjúpað af sex fulltrúum. Þeir voru ;Ottó Jakobsson fyrir hönd stjórnar Fiskidagsins mikla, Hafdís Bjarnadóttir fyrir hönd sjálfboðaliða, Þorsteinn Sigfússon, (Steini Straumur frá Hólmavík) fyrir hönd allra gesta sem hafa komið, Kolbrún Pálsdóttir síldardrottning fyrir hönd matarstöðva, Hilmar Danílesson fyrrverandi forstjóri og stofnandi Sölku Fiskmiðlunar fyrir hönd styrktaraðila og Páll Kristinsson frá Landflutningum Samskip fyrir hönd gestgjafanna.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður