Keppni
Íslenska Kokkalandsliðið í 9. sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu – Úrslitin úr öllum greinum hér
Í gær lauk Ólympíuleikarnir í matreiðslu sem haldnir voru í Erfurt á Þýskalandi og eru þetta stærstu Ólympíuleikarnir sem haldnir hafa verið frá upphafi eða frá árinu 1900. 25 þúsund gestir komu á leikana til að fylgjast með 2000 matreiðslumenn frá 59 þjóðum keppa til verðlauna í hinum ýmsum greinum.
Í landsliða keppninni var Singapore sigurvegari Ólympíuleikanna í samanlögðum stigum, Finnland var í öðru sæti og Sviss í þriðja sæti.
Eins og fram hefur komið þá fékk Íslenska Kokkalandsliðið gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og bronsverðlaun. Á leikunum er keppt í mörgum greinum og var Ísland í 3. sæti landsliða í eftirréttum “Culinary Pastry Art” og í 9. sæti í samanlögðum stigum. Öll úrslitin hér.
Í ungliða keppni Kokkalandsliða undir 25 ára, þá sigraði Svíþjóð, Sviss í 2. sæti og Noregur í 3. sæti. Öll úrslitin hér.
Í landshluta keppninni sigraði liðið frá Stokkhólm í Svíþjóð, liðið í 2. sæti var frá Skåne í Svíþjóð og í 3. sæti var liðið frá Amber Alliance í Rússlandi. Öll úrslitin hér.
Í veislu-, og mötuneytis keppninni sigraði lið Fazer frá Finnlandi og lið frá höfuðstöðvum Fazer var í 2. sæti og í 3. sæti var liðið frá Nationale Catering í Danmörku. Öll úrslitin hér.
Í útskurði „Life Carving“ sigraði Kao Shih Ta, í 2. sæti var Domenico Lucignano og Kuan-Min Chen í 3. sæti. Öll úrslitin hér.
Fleira tengt efni hér.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð