Kokkalandsliðið
Landslið matreiðslumanna á heimsmeistaramót 2010
Undirbúningur hjá landsliði matreiðslumanna er hafin og hafa landsliðsmeðlimir verið að taka myndir af réttum og spá í hvaða stefnu landsliðið fari í matarlistinni í heimsmeistaramótinu Expogast- Culinary world cup 2010 í Lúxemborg á næsta ári.
Landsliðið kemur til með að nota mikið af íslenskum kryddum og hráefni eins og hægt er.
Heimsmeistaramótið verður haldið dagana 20.-24. nóvember 2010 og eins og áður sagði í Lúxemborg.
Meðlimir í landsliði matreiðslumanna eru:
|
|
Nafn | Vinnustaður |
Gunnar Karl Gíslason | Dill Resturant |
Eyþór Rúnarson | HR |
Þórarinn Eggertsson | Orange |
Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran | Fiskmarkaðurinn |
Þráinn Vigfússon | Grillið |
Ólafur Ágústsson | Vox |
Jóhannes Steinn Jóhannesson | Vox |
Ómar Stefánsson | Dill Resturant |
Steinn Óskar Sigurðsson | Maður lifandi |
Guðlaugur P Frímmannsson | Fiskmarkaðurinn |
Viktor Örn Andrésson | Domo |
Stefán Hrafn Sigfússon | Mosfellsbakarí |
Elísa Gelfert | Sandholt |
Karl Viggó Vigfússon | Bakó Ísberg |
Bjarni Kristinsson | Grillið |
Alfreð Ómar Alfreðsson | Nýi Kaupþing |
Framkvæmdarstjóri landsliðsins er Karl Viggó Vigfússon og ritari er Bjarni G. Kristinsson.
Alfreð Ómar Alfreðsson sér um hönnun á Kaldaborðinu og Gunnar Karl Gíslason og Eyþór Rúnarson sjá um stefnu og strauma landsliðsins.
Næsta stóra æfing hjá landsliðinu verður í október og verður fyrirkomulagið þannig að byrjað verður á undirbúningi fyrir kalda borðið í Hótel og matvælaskólanum á sunnudeginum, sem síðan verður stillt upp mánadagsmorgunin hjá Bakó Ísberg. Farið verður yfir kalda borðið í beinu framhaldi, þ.e. hvað má laga osfr.
Þessi æfing verður síðan endurtekin í nóvember næstkomandi, en þá kemur meistarinn Gert Klöski til með að kíkja á landsliðið og koma með sitt álit á, hvað má bæta í kalda borðinu.
Að endingu verða æfingarnar gerðar aftur í febrúar og eins í mars 2010.
Við hjá freisting.is komum til með að fylgjast vel með landsliðinu og flytja ykkur fréttir í máli og myndum.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni5 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun