Frétt
Ungkokkar Íslands birta lög klúbbsins
Ungkokkar Íslands er klúbbur sem var formlega stofnaður á síðasta fundi Klúbb Matreiðslumeistara sem haldin var í sal Hótel- og matvælaskólans. Klúbburinn Ungkokkar Íslands starfar sem sjálfstæð eining innan Klúbbs Matreiðslumeistara.
Lög Ung Kokka Íslands hefur verið birtur á vef KM og er hann sem hér segir:
Lög Ung Kokka Íslands
Efnisyfirlit:
1. grein Nafn
2. grein Tilgangur
3. grein Félagsmenn
4. grein Árgjald
5. grein Stjórn
6. grein Ábyrgð stjórnar
7. grein Aðalfundur
8. grein Félagsfundir
9. grein Slit klúbbsins
10. grein Staðfesting á lögum
1. grein Nafn:
1.1. Nafn klúbbsins er Ungkokkar Íslands, skammstafað UKÍ
1.2. Klúbburinn starfar sem sjálfstæð eining innan Klúbbs Matreiðslumeistara.
1.3. Klúbburinn er óháður stjórnmálaflokkum og kjarabaráttu.
2. grein Tilgangur:
2.1. Að halda fundi og ræða fagleg áhugamál
2.2. Að stuðla að aukinni þekkingu á mat og matreiðslu til eflingar fyrir fagið
2.3. Að vera aðili að Ungliða-landsliði Íslands í matreiðslu undir stjórn K.M.
3. grein Félagsmenn:
2.1. Félagsmenn geta þeir einir orðið sem eru:
3.1.1 Matreiðslunemi með gildandi námssamning
3.1.2 Matreiðslumaður undir 23 ára aldri
3.1.3 Umsækjandi með gott orðspor í stéttinni og er sér og faginu til sóma.
3.2. Umsóknir nýrra félaga skulu fara fyrir sérstaka 3ja manna inntökunefnd sem skipuð er þremur félögum UKÍ.
3.2.1 Uppfylli umsækjandi öll skilyrði um inngöngu í UKÍ verður hann sjálfkrafa félagi með samþykki stjórnar.
3.3 Nýir félagar skulu boðaðir á fund með formlegum hætti og hafa þá greitt félagsgjald starfsársins.
3.4. Meðlimir Ungkokka Íslands skulu vera sér og félaginu til sóma við allar athafnir sem heyra undir UKÍ. Brot á reglum þessum varða áminningu formanns félagsins og við ítrekuð brot gildir úrsögn úr félaginu með samþykki stjórnar UKÍ.
3.5. Úrsögn úr UKÍ skal senda skriflega til formanns UKÍ og forseta KM.
4. grein Árgjald:
4.1. Ársgjald er kr 4000.00 fjögur þúsund krónur.
4.2. Ársgjald skal greiða á eða fyrir septemberfund hvers starfsárs
4.3. Gefa skal út félagaskrá virkra félaga á eða fyrir októberfund.
5. grein Stjórn:
5.1. Stjórn UKÍ skipa þrír menn sem kjörnir eru til eins árs í senn
5.1.1 Formaður
5.1.2 Varaformaður/ritari
5.1.3 Gjaldkeri
5.1.4 Varamaður
6. grein Stjórnarstörf:
6.1. Bókhaldsár UKÍ er almanaksárið
6.2. Stjórnarfundir skulu haldnir svo oft sem formaður telur nauðsynlegt og ef varaformaður/ritari og gjaldkeri krefjast.
6.3. Varaformaður/ritari gerir fundargerð fyrir hvern stjórnarfund og almennan fund ásamt því að sjá um þær bréfaskriftir sem stjórnarmeðlimir fela honum.
6.4. Gjaldkeri innheimtir klúbbgjöld og færir rekstrarreikning
6.5. Stjórnin hefur rétt á að krefjast endurskoðunar reikninga hvenær sem er.
6.6. Fjáreignir UKÍ skal leggja á bankabók í eigin nafni.
6.7. Aðeins formaður og gjaldkeri skulu hafa prókúru fyrir hönd UKÍ ásamt gjaldkera KM.
7. grein Aðalfundur:
7.1 Aðalfund skal halda fyrir maílok ár hvert. Öll aðalfundarboð eiga að innihalda það sem tekið verður fyrir á fundinum.
Aðalfundarstörf eru:
1. Fundur settur
2. Kosning fundarstjóra
3. Kosning fundarritara
4. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin
5. Skýrsla formanns
6. Skýrsla gjaldkera
7. Skýrslur nefnda
8. Lagabreytingar
9. Stjórnarkosningar
10. Nefndarkosningar
11. Önnur mál
12. Fundi slitið
7.2. Aðalfundarboð og tillögur að lagabreytingum skal senda bréflega með amk. 8 daga fyrirvara.
7.3. Félaga skulu á aðalfundi klæðast einkennisklæðnaði, kokkajakka og svörtum buxum.
7.4. Aðalfundur kýs fundarstjóra og fundarritara.
7.5. Atkvæðisrétt er aðeins hægt að nota með því að mæta á aðalfund og vera skuldlaus við UKÍ
8. grein Félagsfundir:
8.1. Fundir í UKÍ skulu haldnir einu sinni í mánuði að undangengu fundarboði stjórnar. Telji stjórn nauðsyn að fresta fundi hefur hún heimild til þess.
8.2. Fundir falla niður mánuðina júní til ágúst. Félagar skulu á félagsfundum klæðast einkennisklæðnaði, þ.e. kokkajakka og svörtum buxum.
9. grein Slit klúbbsins:
9.1. Ef til kemur að félagsskapurinn Ungkokkar Íslands verður lagður niður þá þarf samþykki 2/3 félagsmanna UKÍ/KM á tveim aðalfundum til þess.
Skal þá skuldum og eignum skipt jafnt á milli skráðra félagsmanna UKÍ.
10. grein: Staðfestingar á lögum:
Lög þessi öðlast þegar gildi
Kópavogi 4. sept. 2006
Reglugerð sem ekki fellur undir lög UKÍ:
Kosning til stjórnar:
Ávallt skal vera leynileg kosning til stjórnar ef fleiri en einn bjóða sig fram.
Kosning fer þannig fram:
Gefa skal frambjóðendum kost á að kynna sig í upphafi.
Skrifa skal nöfn frambjóðenda á töflu eða annan áberandi hátt, í stafrófsröð
Sérstakur kjörseðill sem Orðu-og laganefnd KM sér um, er notaður.
Sé kosið um fleiri en einn stjórnarmeðlim og margir í framboði skal skrifa nafn viðkomanda skilmerkilega á kjörseðilinn og gildir það þá sem eitt atkvæði.
Ef atkvæði falla jöfn skal hlutkesti ráða.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð