Viðtöl, örfréttir & frumraun
Alþjóðlegi kokkadagurinn 2005
Alþjóðlegi Kokkadagurinn er haldinn 20. október ár hvert, að frumkvæði Bills Gallager fyrrverandi forseta Alheimssamtaka Matreiðslumana frá suður afríku, núverandi sendiherra samtakana.
Árið 2004 var dagurinn fyrst haldinn hátíðlegur.
Hver aðildar þjóð alheimsamtakana ákveður með hvaða hætti deginum verður varið.
Árið 2004 fóru KM félagar í heimsókn í 30 leikskóla í Reykjavík og ræddu um matreiðslu og hollustu við börnin við mjög góðar undirtektir.
Nú í ár var Alþjóðlegi kokkadagurinn að þessu sinni haldinn að Sólheimum í Grímsnesi þar sem átta matreiðslumeistarar heimsóttu Sólheima og kynntu sér starfsemina þar og kynntu heimamönnum starf sitt í matreiðslumálum og félagstarfið innan Klúbbs Matreiðslumeistara. Síðan var tekið til í eldhúsinu og matreitt fyrir íbúa Sólheima, Lax með risotto, kartöflum og grænmeti og í eftirrétt var súkkulaðikaka með vanillukremi og þeyttum rjóma.
Hægt er að skoða myndir frá Alþjóðlega kokkadeginum hér á heimasíðu KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






