Freisting
Nýr veitingastaður í bígerð þar sem nú er Pizza 67 á Ísafirði
Nýr veitingastaður er í bígerð að Austurvegi 1 á Ísafirði þar sem Pizza 67 er nú til húsa. Að verkefninu standa Shiran Þórisson og Gunnar Þórðarson á Ísafirði og er ætlunin að bjóða upp á pitsur, hamborgara og aðra létta rétti að ítölskum og amerískum sið. Shiran staðfestir að ætlunin sé að kaupa húsnæði og tæki Pizza 67, það er veitingasal og eldhús á annarri hæð.
Hann segir enn eftir að ganga frá ýmsum lögfræðilegum atriðum en ef vel gangi að hnýta lausa enda hyggist þeir taka við rekstrinum 1. október. Það er komin gróf mynd af því hvernig þetta eigi að líta út, segir Shiran. Hann segir að í kjölfar eigendaskiptanna verði veitingasalnum lokað meðan endurbætur fari fram en líklega verði heimsendingarþjónusta á pitsum á meðan. Aðspurður um hvort nýi veitingastaðurinn muni taka við sérleyfi Pizza 67 segir hann ekkert ákveðið í þeim efnum, verið sé að skoða málin.
Austurvegur 1 þar sem nú er Pizza 67.
Mynd: bb.is
Greint frá á netmiðli Verstfirska bb.is
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta7 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði