Keppni
Kokkalandsliðið: Myndir af kalda borðinu
Kokkalandsliðið keppir í tveimur keppnisgreinum í Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fara í Þýskalandi í Erfurt þessa dagana. Önnur keppnisgreinin er kalt borð eða Culinary Art Table þar sem sýndir eru yfir 30 réttir. Kokkalandsliðið hefur unnið streitulaust alla daga frá því að landsliðið kom til Þýskalands en allur undirbúningur hefur farið fram á hóteli. Flytja þurfti réttina frá hótelinu yfir í keppnishöllina og hefur Kokkalandsliðið æft flutninginn vel og vandlega en lykilatriði er að réttirnir haldi fullkomnu útliti sínu enda þurfa þeir að vera til sýnis í margar klukkustundir á keppnisstað.
Kokkalandsliðið hefur unnið síðustu tvo sólarhringa að undirbúa kalda borðið og lokahönd var lögð á borðið í keppnishöllinni nú rétt í þessu klukkan 07:00 í morgun á íslenskum tíma og er borðið tilbúið fyrir dómarana að dæma.
Kokkalandsliðið keppir svo í heitum þriggja rétta kvöldverði á þriðjudaginn 25. október 2016.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/kokkalandslid/feed/“ number=“4″ ]
Með fylgja myndir sem má birta núna, en þær eru frá síðustu kalda borðs æfingu þar sem landsmönnum gafst kostur á að skoða borðið þegar því var stillt upp til sýnis í Smáralind 1. október s.l.
Það var Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari sem tók myndirnar og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
Myndir: Guðjón Þór Steinsson
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra

















































































