Smári Valtýr Sæbjörnsson
Matareitrun í Sandgerði – Veislan löguð í veitingahúsi í Reykjavík og flutt til Sandgerðis
Brúðkaupsveisla var haldin í Sandgerði í júlí á síðastliðnu sumri sem 60 manns sóttu, en stór hluti þeirra veiktist með magaverkjum, uppköstum og í sumum tilfellum niðurgangi, en þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Landslæknis.
Maturinn sem borinn var á borð í veislunni var lagaður í veitingahúsi í Reykjavík og fluttur til Sandgerðis í hitakössum með ófullnægjandi hætti að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Sóttvarnalæknir gerði tilfellaviðmiðunarrannsókn með það fyrir augum að finna hvaða matvæli brúðkaupsveislunnar gætu tengst veikindunum. Samband náðist við 45 af veislugestunum (75%) og af þeim höfðu 34 veikst (76%).
Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að marktæk tengsl væru við neyslu lambakjöts (líkindahlutfall 35 og öryggisbil 2,9–364) og neyslusúpu (líkindahlutfall 6,4 og öryggisbil 1,2-219) í veislunni.
Lambakjötið mengað af eiturefnum
Ljóst var af einkennum þeirra brúðkaupsgesta sem veiktust og tímasetningu einkenna eftir neyslu matvælanna að hér var líklegast um að ræða matareitrun fremur en matarsýkingu.
Líklegir orsakavaldar slíkra matareitrana eru Stapylococcus aureus, Bacillus cereus og/eða Clostridium perfringens.
Þegar rannsóknin fór fram var búið að farga öllum matvælunum nema súpunni. Rannsókn á súpunni leiddi ekki í ljós orsakavaldinn, en líklegast er að lambakjötið hafi verið mengað af eiturefnum, segir að lokum í fréttabréfi Landlæknis og er rannsókn lokið.
Magnús Ingi ósáttur
Í frétt DV sagði Sigurbjörg og eiginmaður hennar, Jón Haukur Ólafsson frá því að þau hafi haldið 60 manna veislu í samkomuhúsi í Sandgerði og fljótlega eftir matinn byrjuðu gestir að tínast í burtu fárveikt og kastaði upp hvað eftir annað inni á salerni samkomuhússins.
Magnús Ingi matreiðslumeistari og eigandi veisluþjónustunnar sem sá um veisluna í Sandgerði er langt í frá að vera sáttur með þau hjónin og sakaði þau um fjárkúgun:
„Þau báðu um að fá þetta endurgreitt. Þetta eru bara fjárkúganir. Og ef ég hlýddi ekki þessu þá myndu þau gera allt vitlaust og brjálað, eins og þau eru búin að gera.“
, sagði Magnús Ingi í samtali við dv.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum