Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vilja ekki taka bankalán, en fara mun skemmtilegri leið að fjármagna ísbúð í Hlemmur – Mathöll
Ísbúðin Ísleifur heppni hefur vakið mikla athygli fyrir gott og ferskt bragð hvar sem ísinn hefur verið í boði. Búðin er raun og veru ekki í neinu húsnæði heldur hafa eigendur verið með popup á hinum ýmsum viðburðum t.a.m. Krás í Fógetagarðinum, Matarmarkaði Búrsins í Hörpu, stórveislum og nú síðast með kynningu á sýningunni Matur & Nýsköpun í húsi Sjávarklasans. Nú er stefnan tekin á að opna ísbúð og verður hún staðsett á Hlemmur – Mathöll.
Teymið á bakvið Ísleif heppna eru feðgarnir Einar Ólafsson og Gunnar Logi Malmquist Einarsson.
Arkitektinn og ísáhugamaðurinn Einar Ólafsson hefur verið að búa til ís í mörg ár og hefur alltaf búið til jólaísinn á sínu heimili. Eftir vel heppnaða ástralíuferð þar sem hann sá ísinn búinn til með því að frysta hann með fljótandi köfnunarefninu Nitrogen kviknaði áhugi hans að flytja þá aðferð heim til Íslands.
Gunnar Logi Malmquist Einarsson er matreiðslumaður að mennt og hefur starfað á VOX, Hótel Búðum, Kol á Skólavörðustíg, Tjörninni og Mathúsi Garðabæjar. Gunnar Logi hefur unun af að prófa nýjar bragðtegundir og er óhræddur við það. Gunnar Logi er eins og áður sagði sonur Einars og því er Ísleifur heppni sannkallað fjölskyldufyrirtæki þar sem systur Gunnars Loga, þær Kristín Sesselja og Katrín Sunneva taka líka virkan þátt í fyrirtækinu. Gunnar Logi kemur til með að sjá um daglega framleiðslu fyrirtækisins.
Vídeó
Það má með sanni segja að hráefnið og vinnslan á ísnum er í hæðsta gæðaflokki eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi og smakkast greinilega mjög vel:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/IsleifurHeppni/videos/919198994796576/“ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Myndir
Skemmtileg og öðruvísi fjármögnun
Ísleifur heppni safnar fyrir nýrri ísbúð sem opnar eins og áður segir á Hlemmur – Mathöll nú í janúar 2017. Allir þeir sem styðja við verkefnið fá meðal annars ís hjá þeim og skemmtilega upplifun við gerð íssins, en ísinn er gerður beint fyrir framan gestinn með fljótandi köfnunarefninu Nitrogen.
Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú Íslands:
„Óli Óli, þú verður að koma og smakka þennan. Hann er rosa góður.“
eru meðal ummæla sem að Ísleifur heppni hefur fengið.
„Ísinn ykkar er svo góður að ég gæti baðað mig í honum.“
„Þetta er ekki gott – nú get ég ekki keypt ís neins staðar annars staðar en hjá ykkur.“
Við viljum frekar selja ís en að taka bankalán
„Við gætum tekið lán – en við viljum gera hlutina öðruvísi og reyna að fjármagna þetta með okkar eigin lausnum eins og t.d. að bjóða ykkur ísinn áður en við opnum. Eins, ef við tökum lán þá erum við að styrkja bankann – okkur er illa við að taka lán. Við viljum frekar selja ís. Við erum hrifin af að hjálpa öðrum og vonumst til að þið séuð það líka. Við hrífumst af hópfjármögnun og þurfum að fjárfesta í ýmiskonar búnaði áður en við opnum á Hlemmi eins og til dæmis hrærivélum, kæliskápum, frystiskápum, innréttingum, lýsingu og fleiri tólum til að gera guðdómlega ísinn okkar beint fyrir framan þig.“
Skrifa þeir feðgarnir á karolinafund.com þar sem söfnunin stendur yfir. Markmiðið er nú ekki hátt 12.000 evrur eða um 1.5 milljón.
Hvetjum alla til að styrkja þetta skemmtilega verkefni og munið margt smátt gerir eitt stórt.
Smellið hér til að styrkja Ísleif heppna á heimasíðunni karolinafund.com.
Myndir og vídeó: Facebook / IsleifurHeppni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit