Uncategorized @is
Tölvustýrð gúrkuræktun í Gufuhlíð í Reykholti
Það hefur orðið grundvallarbreyting í ræktun í gróðurhúsum undanfarin ár. Garðyrkjubændur hafa tekið tæknina í sína þjónustu. Í garðyrkjustöðinni í Gufuhlíð í Reykholti er öllu stýrt með tölvu, hita, raka, lýsingu og vökvun. Þar búa hjónin Helgi Jakobsson og Hildur Ósk Sigurðardóttir. Garðyrkjustöðin Gufuhlíð var stofnuð árið 1943. Sama fjölskyldan hefur rekið stöðina frá árinu 1965 þegar foreldrar Helga keyptu hana og hófu ræktun á tómötum og gúrkum. Nú eru eingöngu ræktaðar gúrkur í Gufuhlíð.
Staðurinn þótti mjög heppilegur til ylræktar því fyrir ofan byggðina er hver og þaðan fæst sjálfrennandi heitt vatn. Nú er það hitaveita Bláskógabyggðar sem miðlar vatninu til notenda. Þegar vatnið hefur verið notað í gróðurhúsunum til upphitunar, er því aftur veitt til baka í hitaveitutankinn til endurnýtingar.
Affallið af gróðurhúsunum er það heitt að þegar því er veitt til baka lækkar hitastig vatnsins mjög lítið þegar það kemur saman við veituna. Þannig er vatnið endurnýtt. Fjórar garðayrkjustöðvar nýta vatnið frá hitaveitunni á þennan hátt. Helgi og Hildur Ósk komu inn í reksturinn með foreldrum Helga árið 1997 og hófst þá endurnýjun á gróðurhúsum og garðyrkjustöðin stækkuð. Nú þekja þau um 3800 fermetra. Einnig var raflýsingu komið upp í gróðurhúsiunum og því er uppskorið allt árið. Gróðurhúsin eru mjög fullkomin og ræktuninni stýrt með tölvum.
„Við hér í Gufuhlíð nýtum okkur íslenska ráðgjafa óspart til að bæta uppskeruna,“
segir Helgi Jakobsson garðyrkjubóndi og bætir við að hann hafi einnig notið ráðgjafar erlendra sérfræðinga, sem hafa lagt margt gott til garðyrkjunnar í gegnum árin.
Ræktunin í Gufuhlíð er vistvæn, gúrkurnar eru ræktaðar í Hekluvikri og lífrænum vörnum beitt og hefur gengið vel að ráða við meindýr með því móti. Það sem er ef til vill lykilinn að því hversu íslenskar gúrkur eru góð afurð er að vökvað er með hreinu og tæru vatni, sem vekur alltaf athygli erlendra ráðgjafa sem koma hingað til lands að skoða garðyrkjuna. Hreint og tært vatn er auðlind sem metin er mjög mikils og ekki er fáanleg í garðyrkju t.d. víða í Evrópu.
Vökvunarvatnið er endurunnið, því er safnað saman, síað og sótthreinsað og blandað við nýtt vökvunarvatn aftur og fara því engin næringarefni út í náttúruna.
Í Gufuhlíð eru framleidd um 600 – 700 tonn af gúrkum á ári. Þær eru tíndar sjö daga vikunnar, þeim pakkað á staðnum og fara sendingar fjórum sinnum í viku frá garðyrkjustöðinni til neytenda.
Grein þessi er úr blaðinu Íslenskt grænmeti og er birt hér með góðfúslegu leyfi Sölufélags Garðyrkjumanna.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa