Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eigendaskipti á veitingastaðnum Bambus í Borgartúni
Austurlenska veitingahúsið Bambus hefur verið starfrækt að Borgartúni 16 um nokkurt skeið en nýlega urðu þar eigendaskipti þegar hjónin Betty og David Wang tóku við rekstrinum.
Betty Wang er fædd í Kína, lærði um asískan mat og drykk í háskóla í Singapore og útskrifaðist frá einum besta hótelstjórnunarskóla Asíu, SHATEC – Singpore Hotel and Tourism Education College.
“Ég flutti til Íslands fyrir sex árum eftir að ég kynntist kínverskum manni sem bjó og starfaði á Íslandi. Við elskum bæði asískan mat og frá því ég fyrst kom hingað hefur mig langað til að færa Íslendingum ferskan asískan mat og gefa þeim innsýn í asíska menningu. Draumar mínir hafa loks ræst með opnum Bambus,” segir Betty Wang í samtali við Vínótekið.
Maturinn á Bambus er ekki einskorðaður við Kína heldur má á matseðlinum finna rétti sem eiga uppruna sinn að rekja viðs vegar til Asíu, auðvitað til Kína en einnig Japan, Indókína og Indlands.
Greint frá á vinotek.is.
Myndir: af facebook síðu Bambus
Munið að tagga #veitingageirinn á Instagram og leyfið okkur að fylgjast með. Allar myndir birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðu veitingageirinn.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille









