Sverrir Halldórsson
Sæmundur í sparifötum tapar 49,5 milljónum
Félagið Sæmundur í sparifötunum, sem m.a. rekur samnefndan veitingastað á Kex Hostel, er stór hluthafi í Kaffihúsi Vesturbæjar, rekur veitingastaðinn Dill og á nafnlausa pítsastaðinn á Hverfisgötu ásamt barnum Mikkeller & friends, tapaði 49,5 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 7,8 milljóna króna hagnað árið 2013.
Kex Hostel ehf., er móðurfélag Sæmundar og fer með 75% hlut. Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður, á 20% hlut og Ólafur Ágústsson matreiðslumaður, fer með 5% hlut.
Í stjórn Kex Hostel ehf. sitja þeir Kristinn Vilbergsson, Dagur Sigurðsson og Pétur Hafliði Marteinsson.
Í nýbirtum ársreikningi Sæmundar kemur fram að þrjátíu milljóna króna tap megi rekja til hlutdeildar félagsins í tapi dótturfélagsins, Hverfisgötu 12 ehf., sem heldur utan um rekstur pítsastaðar á sama heimilisfangi, en hann var opnaður í fyrravor.
Hvorki Kex Hostel ehf. né Hverfisgata 12 ehf. hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2014, að því er fram kemur á mbl.is.
Í ársreikningi Sæmundar í sparifötunum kemur fram að bókfært eigið fé félagsins hafi verið neikvætt í árslok um 45 milljónir króna samanborið við 4,4 milljóna króna jákvætt eigið fé árið 2013.
Greint frá á mbl.is
Mynd: Sverrir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni6 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana