Vertu memm

Frétt

STÓRELDHÚSIÐ 2015 – stærsta sýningin til þessa

Birting:

þann

Laugardalshöllin

Laugardalshöllin

Það stefnir í að STÓRELDHÚSIÐ 2015 í Laugardalshöll verði stærsta og glæsilegasta stóreldhúsasýningin til þessa. Allt sýningarrými er uppbókað og verða allir helstu birgjar stóreldhúsa með bása og kynningar á svæðinu.

Laugardalshöllin varð fyrir valinu sem sérhannað sýningarhúsnæði þar sem allir sýnendur geta verið saman í einu rými. Þá eru næg bílastæði við höllina og auðveld aðkoma með vörur og þjónustu.

Starfsfólk stóreldhúsa hefur komið víða af að landinu á stóreldhúsasýningarnar í gegnum árin og ekki er vafi á að þessi sýning verður sú áhugaverðasta.

Sem fyrr er frítt inn fyrir starfsfólk stóreldhúsa og um að gera að taka frá sýningardagana fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. október næst komandi. Sýningin verður opin á fimmtudag frá kl. 12.00 til 18.00 og á föstudag frá kl. 12.00 til 18.00.

Allar nánari upplýsingar um STÓRELDHÚSIÐ 2015 gefur Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri [email protected] 587 8825

 

Mynd: skjáskot af google korti

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið