Frétt
STÓRELDHÚSIÐ 2015 – stærsta sýningin til þessa
Það stefnir í að STÓRELDHÚSIÐ 2015 í Laugardalshöll verði stærsta og glæsilegasta stóreldhúsasýningin til þessa. Allt sýningarrými er uppbókað og verða allir helstu birgjar stóreldhúsa með bása og kynningar á svæðinu.
Laugardalshöllin varð fyrir valinu sem sérhannað sýningarhúsnæði þar sem allir sýnendur geta verið saman í einu rými. Þá eru næg bílastæði við höllina og auðveld aðkoma með vörur og þjónustu.
Starfsfólk stóreldhúsa hefur komið víða af að landinu á stóreldhúsasýningarnar í gegnum árin og ekki er vafi á að þessi sýning verður sú áhugaverðasta.
Sem fyrr er frítt inn fyrir starfsfólk stóreldhúsa og um að gera að taka frá sýningardagana fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. október næst komandi. Sýningin verður opin á fimmtudag frá kl. 12.00 til 18.00 og á föstudag frá kl. 12.00 til 18.00.
Allar nánari upplýsingar um STÓRELDHÚSIÐ 2015 gefur Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri [email protected] 587 8825
Mynd: skjáskot af google korti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði