Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Vildu ekki launalækkun og fengu uppsagnarbréf

Birting:

þann

Borgartún 21

Borgartún 21

Hundruð opinberra starfsmanna sniðgengu mötuneytið í Borgartúni 21 í dag til þess að sýna samstöðu með tveimur konum sem störfuðu í mötuneytinu en var sagt upp á dögunum þar sem þær sættu sig ekki við launalækkun upp á tugi þúsunda. Í hádeginu á venjulegum miðvikudegi snæða yfir hundrað manns í mötuneytinu en þegar blaðamaður DV leit þar við í hádeginu í dag voru ekki fleiri en tíu að fá sér að borða.

Í Borgartúni 21 hafa fjölmargar stofnanir aðsetur eins og Barnaverndarstofa, Þjóðskrá Íslands, Hagstofa Íslands, Neytendastofa, Íbúðalánasjóður, Ríkissáttasemjari, Yfirskattanefnd og Fjölmiðlanefnd.

Mötuneytið er rekið af fyrirtækinu ISS sem sérhæfir sig í slíkum rekstri en samkvæmt heimildum DV spurðist það fljótt út um húsið þegar konunum var sagt upp. Af því tilefni ákváðu yfir hundrað starfsmenn að snæða annars staðar í hádeginu í dag og þannig mótmæla þeirri ákvörðun ISS að segja þeim upp. Konurnar höfðu starfað í mötuneytinu í þó nokkurn tíma og voru þekktar fyrir frábæra þjónustulund á meðal starfsmanna í húsinu, að því er fram kemur á dv.is.

Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef dv.is með því að smella hér.

 

Mynd: skjáskot af google korti.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið