Smári Valtýr Sæbjörnsson
Omnom á lista hjá Vogue
Íslenska súkkulaðið frá Omnom hefur slegið í gegn hjá súkkulaðiunnendum beggja vegna Atlantshafsins en nú síðast rataði það á lista septemberblaðs breska Vogue yfir „lúxushluti“.
Þar er bent á að súkkulaðið hafi unnið til fjölmargra verðlauna auk þess sem umbúðarhönnunin sé litrík og áberandi.
Í Bretlandi fæst súkkulaðið í verslunum Selfridges og Harvey Nichols, að því er fram kemur á mbl.is.
Framleiðslan hófst haustið 2013 og fékk Omnom inni á gömlu bensínstöðinni á Austurströnd 7, sem fyrirtækið leigir af Skeljungi. Þar var áður rekin kökugerðin Hressó kökur.
Í níu mánuði þar á undan vorum við að þróa uppskriftir og gera tilraunir heima í eldhúsi, og spreyta okkur á því að gera súkkulaðið alveg frá grunni,
sagði Óskar Þórðarson, forstjóri Omnom, í samtali við Morgunblaðið í vor.
Súkkulaðitegundirnar eru átta talsins auk þess sem hátíðarblöndur eru framleiddar í kringum jólin. Nú nýlega hætti Omnom með framreiðslu á tveimur vörutegundum þar sem hráefni hefur ekki staðist gæðakröfu Omnom.
Fyrr á árinu var súkkulaðiverksmiðjan flutt út á Granda en meirihluti framleiðslunnar er fluttur úr landi.
Greint frá á mbl.is.
Mynd: af facebook síðu Omnom.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana