Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýr matseðill á Ísafold | Birgjar veitingastaðarins sérvaldir með velferð dýra og náttúru að leiðarljósi
Ísafold Restaurant sem staðsettur er á Þingholtsstrætinu í Reykjavík hefur að undanförnu verið að vinna að miklum breytingum og þar á meðal komin með nýjan matseðil og á honum er meðal annars 6 rétta seðil á 8.990 kr.
Í nýja matseðlinum er lagt áherslu á að bjóða upp á ferskt íslenskt gæðahráefni og eru birgjar veitingastaðarins sérvaldir með velferð dýra og náttúru að leiðarljósi, sem önnur veitingahús ættu að taka til fyrirmyndar.
Matargerðin er norræn og réttirnir bornir fram á einstaklega fallegan máta og oft á tíðum með skemmtilegu „twisti“ eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:
Yfirmatreiðslumaður er Úlfur Uggason.
Á Ísafold bar er einnig nýbúið að fara yfir vínseðilinn og á honum er úrval af gæðavínum ásamt skemmtilegum kokteilum og einstaklega góðu úrvali af viskí víðs vegar úr heiminum, en vínseðilinn er hægt að skoða með því að smella hér.
Nánari upplýsingar um Ísafold er að finna á www.isafoldrestaurant.is
Myndir: Ragnar Visage.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni23 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka