Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Andreas Jacobsen heiðraður á lokakvöldverði Norðurlandaþings matreiðslumanna í Álaborg

Birting:

þann

Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku - Galadinner 2015

Sætabrauðs-drengirnir Hafliði Ragnarsson og Axel Þorsteinsson

Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku endaði með glæsilegri hátíðarveislu í Comwell hótelinu.

Kenneth Petersen yfirmatreiðslumeistari Comwell og hans starfsfólk stóðu sig með prýði enda ekki auðvelt að matreiða fyrir stóran hóp af matreiðslumönnum, 200 norrænir matreiðslumenn og gestir áttu yndislegt kvöld á hótelinu. Á hótelinu eru 198 nýstárleg herbergi, fjölskylduherbergi, A la carte veitingastaðinn Comwell White House, setustofu og bar, ráðstefnu og veislusal.

Yfir borðhaldinu voru verðlaunafhendingar í keppnunum „Nordic Chef Junior„, „Global Chefs Challenge„, „Global Young Chefs“ og „Nordic Waiter“ að auki voru heiðursverðlaunir veittar.

Andreas Jacobsen

Andreas Jacobsen.
Mynd: Ragnheiður Gísladóttir

Andreas Jacobsen gjaldkeri Klúbbs Matreiðslumeistara var heiðraður með Cordon Rouge orðunni fyrir góð störf í félagsmálum.

Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku - Galadinner 2015

Einar Överás fyrir miðju

Að auki var Einar Överás frá Noregi og fyrrverandi forseti Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara (NKF), heiðraður með kosningu sem heiðursforseti NKF.

Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku - Galadinner 2015

Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku - Galadinner 2015

Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku - Galadinner 2015

 

Myndir: Betina Fleron Hede / NKF

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið