Matthías Þórarinsson
Fjölgun á hótelherbergjum hótel Marina seinkar vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu „Auðvitað erum við að tapa á þessu….“

Reykjavík Marina við Slippinn í Reykjavík
Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og eru þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins er nýja byggingin.
Mynd tekin 15. mars 2014 / Matthías Þórarinsson matreiðslumaður
Auðvitað erum við að tapa á þessu. Við áttum að opna síðastliðinn föstudag, verkið er klárt og allir okkar fjármunir liggja í húsnæðinu og engar tekjur á móti útlögðum kostnaði,
segir Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Icelandair hótel Reykjavík Marina við Slippinn í Reykjavík í samtali við visir.is.
Endurbótum á hótelinu lauk á föstudaginn síðastliðinn, en um er að ræða fjölgun á hótelherbergjum sem nemur 39 herbergjum og kaffihúsi sem átti að taka í gagnið á föstudaginn fyrir viku. Ekki fást tilskilinn rekstrarleyfi fyrir viðbótinni við hótelið í ljósi verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu.
Aðspurður segist Birgir ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón um ræðir.
Það er alltaf erfitt að meta, en þetta er visst tap á hverjum einasta degi sem líður.
Ásamt fjölgun herbergja stóð til að opna nýtt alrými þar sem yrði salur fyrir allt að fimmtíu manns og annað rými fyrir 25-30 manns.
Mynd: Matthías

-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Vín, drykkir og keppni9 klukkustundir síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?