Matthías Þórarinsson
Fjölgun á hótelherbergjum hótel Marina seinkar vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu „Auðvitað erum við að tapa á þessu….“

Reykjavík Marina við Slippinn í Reykjavík
Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og eru þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins er nýja byggingin.
Mynd tekin 15. mars 2014 / Matthías Þórarinsson matreiðslumaður
Auðvitað erum við að tapa á þessu. Við áttum að opna síðastliðinn föstudag, verkið er klárt og allir okkar fjármunir liggja í húsnæðinu og engar tekjur á móti útlögðum kostnaði,
segir Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Icelandair hótel Reykjavík Marina við Slippinn í Reykjavík í samtali við visir.is.
Endurbótum á hótelinu lauk á föstudaginn síðastliðinn, en um er að ræða fjölgun á hótelherbergjum sem nemur 39 herbergjum og kaffihúsi sem átti að taka í gagnið á föstudaginn fyrir viku. Ekki fást tilskilinn rekstrarleyfi fyrir viðbótinni við hótelið í ljósi verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu.
Aðspurður segist Birgir ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón um ræðir.
Það er alltaf erfitt að meta, en þetta er visst tap á hverjum einasta degi sem líður.
Ásamt fjölgun herbergja stóð til að opna nýtt alrými þar sem yrði salur fyrir allt að fimmtíu manns og annað rými fyrir 25-30 manns.
Mynd: Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





