Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Frikki Dór og Arnar Dan opna skyndibitastað
Tónlistarmaðurinn Frikki Dór, ásamt leikaranum Arnari Dan Kristjánssyni, sem síðast gerði garðinn frægan í kvikmyndinni Austur, eru að stefna á að opna skyndibitastað á Vitastíg 10 innan skamms. Söngvarinn birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ljóstrar þessu upp.
Það er svo Hermann Óli Davíðsson sem er í slagtogi við þá félaga. Frikki segir sjálfur á Facebook að ekki sé búið að ákveða nákvæmlega hvenær staðurinn opnar, en miðað við viðtökurnar á Facebook, ættu þeir félagar ekki að eiga í neinum vandræðum þegar kemur að viðskiptavinum. Það var Dv.is sem greindi frá.
Svo virðist sem Frikki sé mikill áhugamaður um skyndibita og skrifar hann við myndina:
Spennandi tímar framundan! Tek skyndibita áhugann á næsta level og stofna minn eigin stað með þessum fagmönnum.
Við þetta má bæta að allir piltarnir eru ættaðir úr Hafnarfirði, að því er fram kemur á dv.is.
Mynd: af facebook síðu Friðriks Dór.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla