Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Frikki Dór og Arnar Dan opna skyndibitastað

Birting:

þann

Tónlistarmaðurinn Frikki Dór, ásamt leikaranum Arnari Dan Kristjánssyni og Hermann Óli Davíðsson

Tónlistarmaðurinn Frikki Dór, ásamt leikaranum Arnari Dan Kristjánssyni, sem síðast gerði garðinn frægan í kvikmyndinni Austur, eru að stefna á að opna skyndibitastað á Vitastíg 10 innan skamms. Söngvarinn birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ljóstrar þessu upp.

Það er svo Hermann Óli Davíðsson sem er í slagtogi við þá félaga. Frikki segir sjálfur á Facebook að ekki sé búið að ákveða nákvæmlega hvenær staðurinn opnar, en miðað við viðtökurnar á Facebook, ættu þeir félagar ekki að eiga í neinum vandræðum þegar kemur að viðskiptavinum.  Það var Dv.is sem greindi frá.

Svo virðist sem Frikki sé mikill áhugamaður um skyndibita og skrifar hann við myndina:

Spennandi tímar framundan! Tek skyndibita áhugann á næsta level og stofna minn eigin stað með þessum fagmönnum.

Við þetta má bæta að allir piltarnir eru ættaðir úr Hafnarfirði, að því er fram kemur á dv.is.

 

Mynd: af facebook síðu Friðriks Dór.

/Sverrir

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið