Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Frikki Dór og Arnar Dan opna skyndibitastað
Tónlistarmaðurinn Frikki Dór, ásamt leikaranum Arnari Dan Kristjánssyni, sem síðast gerði garðinn frægan í kvikmyndinni Austur, eru að stefna á að opna skyndibitastað á Vitastíg 10 innan skamms. Söngvarinn birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ljóstrar þessu upp.
Það er svo Hermann Óli Davíðsson sem er í slagtogi við þá félaga. Frikki segir sjálfur á Facebook að ekki sé búið að ákveða nákvæmlega hvenær staðurinn opnar, en miðað við viðtökurnar á Facebook, ættu þeir félagar ekki að eiga í neinum vandræðum þegar kemur að viðskiptavinum. Það var Dv.is sem greindi frá.
Svo virðist sem Frikki sé mikill áhugamaður um skyndibita og skrifar hann við myndina:
Spennandi tímar framundan! Tek skyndibita áhugann á næsta level og stofna minn eigin stað með þessum fagmönnum.
Við þetta má bæta að allir piltarnir eru ættaðir úr Hafnarfirði, að því er fram kemur á dv.is.
Mynd: af facebook síðu Friðriks Dór.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt2 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards