Vertu memm

Bocuse d´Or

Mikil stemning hjá Íslenska Bocuse d´Or liðinu | Strákarnir fengu sér Foie gras í tilefni Bóndadagsins

Birting:

þann

Bocuse d´Or 2015 - Restaurant Le bistrot de Lyon

Strákarnir að fá sér Foie gras á Bóndadaginn á veitingastaðnum Le bistrot de Lyon

Aðfaranótt fimmtudags lögðum við af stað til Lyon.  Með okkur tókum við yfir 200 kg af hráefni ásamt farangri.  Flugum beint til París, lentum þar í smá veseni því að allt hráefnið týndist í um 4 klukkutíma.

Eftir að hafa endurheimt allan farangur keyrðum við þvert yfir Frakkland til Lyon þar sem við gistum á hóteli í útjaðri bæjarins.  Þar erum við með um 70 fermetra fundarherbergi og erum við búnir að stilla upp öllu fyrir keppnina þar.

Smávægilegar skemmdir voru á fraktinni sem við sendum út s.l. sunnudag á undan okkur, en húsvörður hótelsins stökk til og aðstoðaði okkur.  Eftir að hafa lokið verkum gærdagsins fórum við í bíltúr um bæinn og skoðuðum verslun Metro sem einn stærsti bakhjarl Bocuse D’or keppninnar.  Þar versluðum við ferska perluhænu, nákvæmlega þá sem Siggi kemur tilmeð að nota í keppninni, til þess að fínpússa loka myndina.

Um kvöldið fórum við út að borða á Le Bistrot de Lyon og fengum okkur andalifur og fleira í tilefni Bóndadagsins.

Í dag erum við byrjaðir að vinna hráefnin og undirbúa þau fyrir keppnina.  Skjótumst síðan í miðbæinn á eftir til þess að skoða matarmarkaðinn og leita að betra hráefni en það sem við tókum að heiman, sem við munum þá nota í staðinn.

Mikil stemning er í liðinu og allir spenntir fyrir framhaldinu.

Bocuse d´Or 2015 - Icelandic team

Sturla Birgisson nýtir tímann í fluguhnýtingar

Bocuse d´Or 2015 - Icelandic team

Þráinn þjálfari lagar skemmdirnar eftir fraktina

Bocuse d´Or 2015 - Icelandic team

Rúnar Pierre Heriveaux fer yfir öll smáatriði

Bocuse d´Or 2015 - Icelandic team

Hinrik Örn Lárusson að vinna í hráefninu fyrir keppnina

Bocuse d´Or 2015 - Icelandic team

Karl Óskar Smárason pússar silfrið

Fleira tengt efni:

[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“10″ ]

 

/Karl Óskar

twitter og instagram icon

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið